Föstudaginn 2. júní var Oddeyrarskóla slitið í 59. sinn.
Árgangur 2001 var útskrifaður við hátíðlega athöfn og var að venju glæsilegt kaffisamsæti útskrifarnema, fjölskyldna þeirra og starfsmanna að athöfn lokinni. Við óskum útskrifarnemum innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim góðs gengis á nýjum vettvangi.
Við færum jafnframt nemendum okkar, foreldrum þeirra og starfsfólki Oddeyrarskóla okkar bestu þakkir fyrir samstarfið og samveruna í vetur.
Hafið það sem allra best í sumar!
Fjóla, Kristín og Rannveig,
stjórnendur Oddeyrarskóla
Síðast uppfært 05.06 2017