Nú styttist í nemendur 4. og 7. bekkjar þreyti samræmd könnunarpróf.
Prófin eru nú rafræn í fyrsta sinn og því reynir á nýja þætti hjá nemendum við próftökuna. Mikilvægt er að þeir hafi fengið tækifæri til að sjá umhverfið og kynna sér hvernig nýta megi hjálpargögn í prófinu, s.s. vasareikni, reglustiku og gráðuboga sem sett eru inn á vefsvæðið.
Gefin hafa verið út æfingapróf sem foreldrar geta skoðað heima með börnum sínum. Prófin eru hugsuð fyrir foreldra til að skoða og prófa kerfið sem börnin munu þreyta prófin á.
Farið er inn á prófin á síðu Menntamálastofnunar.
Síðast uppfært 07.09 2016