Reglur um hjólanotkun í Oddeyrarskóla

hjólareglur

Munum að nota hjálma á hjólum!

1. Nemendur mega koma á hjóli í skólann frá og með vorönn í 2. bekk.

2. Nemandi sem kemur á hjóli í skólann gerir það á ábyrgð foreldra/forráðamanna sem skulu meta færni og getu nemandans sem og aðstæður til að hjóla í skólann.

3. Algjört skilyrði er að nota viðeigandi öryggisbúnað.

4. Ekki má nota reiðhjól í frímínútum eða meðan á skólastarfi og frístundargæslu stendur. Við brot á þessari reglu má skólinn kyrrsetja hjól og skal foreldri/forráðamaður þá sækja hjólið.

5. Þegar komið er á hjóli í skólann á að geyma hjól læst á skólalóðinni í eða við hjólagrindur. Skólinn ber enga ábyrgð á hjólum. Þjófnað eða skemmdarverk getur viðkomandi kært til lögreglu.

Síðast uppfært 27.08 2014