Nemendur í 3.og 4.bekk hafa verið að læra á saumavélar undanfarna daga. Þau eru afar áhugasöm um vélarnar og einbeiting skín úr hverju andliti þegar þau æfa sig. Þau hafa líka verið að læra að lita efni með fatalit en efnið nota þau síðan til að nýta saumavélakunnáttuna og sauma sér púða. Eins og sjá má á myndunum eru þetta einbeittir og vandvirkir nemendur :). Fleiri myndir má finna á myndasíðu skólans.
Síðast uppfært 20.10 2015