Í dag var fjölgreindardagur hjá okkur í Oddeyrarskóla. Nemendur fóru á átján ólíkar stöðvar sem reyndu á ólíkar greindir og hæfileika. Meðal stöðva voru Yatsy, afrísk tónlist, sögugerð, taktur og margt fleira. Nemendur voru í aldursblönduðum hópum þar sem tekið var tillit til vinapara innan vinabekkja. Elstu nemendurnir stóðu sig frábærlega sem hópstjórar þar sem þeir leiddu hópana milli stöðva og gættu yngri nemenda í kaffi- og matartíma. Krakkarnir virtust virkilega ánægðir með daginn og erum við starfsfólkið það sannarlega líka.
Síðast uppfært 02.10 2014