Skóli fellur niður eftir hádegi í dag, þriðjudag vegna veðurs

Skólahald fellur niður á Akureyri frá kl. 13. Frístund lokar einnig þá.

Við mælumst til að foreldrar barna í 1. – 4. bekk sæki börn sín og óskum eftir að þeir foreldrar sem vilja að yngri börn gangi heim láti vita í síma 4609550 eða sendi póst til rannveig@oddeyrarskoli.is. Nemendur í 5. – 10. bekk mega ganga heim að hádegishléi loknu en ef foreldrar ætla að sækja eldri börn þarf að láta okkur vita svo við getum komið skilaboðum til þeirra.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun varðandi morgundaginn, við látum ykkur vita um leið og ákvörðun liggur fyrir.

Síðast uppfært 10.12 2019