Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur í 8. – 10. bekk

Hjálp_Þorgrímur ÞráinssonÍ dag, mánudaginn 24. nóvember kom Þorgrímur Þráinsson í heimsókn í Oddeyrarskóla. Hann las fyrir nemendur í 8. – 10. bekk úr nýju bókinni sinni, Hjálp. Bókin virðist virkilega spennandi og vakti hún áhuga nemenda sem spurðu Þorgrím spjörunum úr að loknum lestri. Þorgrímur sagði þeim meðal annars frá því hvernig hann undirbjó bókarskrifin, t.d. með því að kynna sér vel sögusviðið og skapa persónurnar.

Síðast uppfært 24.11 2014