Um miðjan nóvember voru nemendur í 10. bekk búnir að safna sér fyrir þrumugleði, sem fæst þegar búið er að ná að safna þrumum sem nemur sexföldum fjölda nemenda í bekknum. Þrumur eru hrósmiðar og eru hluti af SMT skólafærni. Nemendur komu með hugmyndir um hvað væri gaman að gera saman og kusu það sem þeim leyst best á. Ákveðið var að fara í fimleikasalinn í Giljaskóla og sprella saman auk þess sem þau fengu að hafa frjálst nesti með sér.
Ferðin heppnaðist vel, allir fóru í einhverja hreyfingu og höfðu varla tíma til að taka hádegishlé svo gaman var hjá þeim.
Síðast uppfært 11.12 2023