Nú hefur verið opnað fyrir skráningar í nemenda- og foreldraviðtöl sem (flest) verða mánudaginn 16. febrúar. Einstaka kennarar bjóða upp á viðtöl fyrir helgina líka þar sem nemendur eru margir í árgangi.
Ef ykkur tekst ekki að bóka viðtal á Mentor getið þið haft samband við umsjónarkennara.
Við hvetjum ykkur sem eigið fleiri en eitt barn í skólanum að bóka viðtölin sem allra fyrst til að ná samliggjandi tímum fyrir börnin ykkar.
Einnig hvetjum við ykkur öll til að setjast sem fyrst með börnum ykkar og fylla út frammistöðumatið í Mentor ef það er ekki búið nú þegar. Það er mjög mikilvægt að nemendur taki þátt í þessu og eigi samræður við ykkur foreldrana um námið, það eflir vitund þeirra og ábyrgð á námi sínu og frammistöðu. Þetta þarf að gera í dag eða á morgun. Frammistöðumat verður birt miðvikudaginn 11. febrúar og eftir það er ekki hægt að fylla inn í það. Nauðsynlegt er að allir séu búnir að ljúka skráningu fyrir föstudaginn næstkomandi.
Gangi ykkur vel 🙂
Síðast uppfært 09.02 2015