Skólavarðan fjallar um þróun upplýsingatækni í Oddeyrarskóla

skolatreSkólavarðan, málgagn Kennarasambands Íslands, kom út í dag. Í þessu blaði gefur m.a. að líta ítarlega umfjöllun um það þróunarstarf sem við í Oddeyrarskóla höfum unnið síðustu tvö ár en það snýst um að auka upplýsingatækni í námi nemenda í gegnum umhverfi sem kallast Google education.

Google education hefur leyst USB lykla af hólmi og gefið nemendum tækifæri til aukinnar rafrænnar samvinnu auk þess sem það auðveldar kennurum að leiðbeina nemendum á auðveldan hátt við ritunarvinnu.

Myndin hér til hægri sýnir þau hugtök sem komu upp í hugann þegar við horfðum til þess hvað þessi þróun hefur haft í för með sér.

Hér má fletta skólavörðunni og lesa greinina sem er eftir Karl Eskil Pálsson.

Síðast uppfært 27.04 2015