Uppskeruhátíð í dag – góður árangur!

Í dag voru allir nemendur skólans kallaðir á sal í tilefni þess að skólinn er að fagna góðum árangri á ýmsum sviðum.

Við fögnuðum frábærum árangri okkar nemenda í skólahreysti sem hömpuðu 3. sætinu, virkilega góðum árangri Oddeyrarskóla í stærðfræðilæsi í síðustu PISA prófum, 3. sætinu í Stóru upplestrarkeppninni og síðast en ekki síst afar vel heppnuðum smiðjudögum sem haldnir voru í þarsíðustu viku.

Í tilefni af þessu var öllum nemendum og starfsfólki boðið upp á vöfflu með ís og ekki laust við að nemendur gleddust 🙂

Myndir eru á myndasíðu skólans.

Síðast uppfært 12.04 2014