Útivistardagur á morgun, þriðjudag

Á morgun, þriðjudaginn 1. september er fyrirhugaður útivistardagur. Veðurspáin er góð svo okkur er því ekkert ábótavant.OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Skipulagið er á þessa leið:

Nemendur í 1. – 4. bekk fara allir í Krossanesborgir með umsjónarkennurum sínum og öðru starfsfólki. Nemendur eru komnir í skólann um kl. 12, fara þá í mat og reikna má með að þau séu komin heim um kl. 12:30. Þau börn sem eru í Frístund fara beint þangað að mat loknum.

Nemendur í 5. – 10. bekk völdu á milli þess að ganga upp að Hraunsvatni, ganga í Kjarnaskóg eða að fara í hjólaferð.

  • Um það bil 60 nemendur fara að Hraunsvatni (skólinn útvegar rútu).
  • um það bil 20 fara í gönguferð í Kjarnaskóg.
  • tæplega 30 nemendur fara í tvær ólíkar hjólaferðir.

Nemendur í 5. – 10. bekk koma heim á ólíkum tímum, en reikna má með að allir séu búnir um eða upp úr kl. 13.

Við minnum á að þeir sem hjóla verða að vera með hjálm á höfði og svo er mikilvægt að klæða sig eftir veðri og hafa með sér gott nesti.

Síðast uppfært 31.08 2015