Reglur um ástundun

Stundvísi er dyggð sem mikilvægt er að allir tileinki sér.  Langflestir nemendur Oddeyrarskóla mæta á réttum tíma í allar kennslustundir en þeir eru til sem ekki passa upp á það. Það getur valdið óþægindum bæði fyrir viðkomandi nemendur og bekkjarfélaga hans. Í haust leggjum við upp með skýrar reglur varðandi mætingar og viðbrögð ef eitthvað bregður út af. Reglurnar má finna á heimasíðunni undir flipanum starfshættir. Mikilvægt er að heimili og skóli taki höndum saman við að venja nemendur á að mæta stundvíslega til verka.

Síðast uppfært 28.08 2015