6. bekkur siglir með Húna

húni1 húni2Nemendur 6. bekkjar Oddeyrarskóla fóru í siglingu með Húna II miðvikudaginn 26. ágúst. Ferðin byrjaði á því að Steini Pjé fór yfir öll öryggisatriði skipsins og kenndi krökkunum hvað gera skildi ef eitthvað kæmi uppá í ferðinni. Svo fengu nemendurnir fræðslu um sjávardýr hjá Hreiðari Þór Valtýssyni líffræðingi og skoðuðu ýmis sýnishorn af skemmtilegum lífverum úr sjó sem búið var að þurrka. Þegar við vorum komin út á Hörgárgrunn sást hvalablástur við austurströndina og við hröðuðum okkur þangað, þar voru nokkrir Hnúfubakar á ferð og fengum við stórkostlega sýningu hjá þeim. Að því loknu var rennt fyrir fisk og fiskurinn krufinn og innyflin skoðuð. Veiði var ágæt og margir sýndu mikla veiðitakta. Á heimleiðinni var fiskurinn grillaður og þeir sem vildu gátu smakkað. Við vorum heppin með veður, það var þurrt og lítill vindur en þegar við vorum á leiðinni í land byrjaði að rigna og hvessa. Þetta var frábær ferð, nemendur 6. bekkjar stóðu sig vel og voru til fyrirmyndar.

Við þökkum áhöfninni á Húna, skóladeildinni og Háskólanum á Akureyri fyrir fróðlega og skemmtilega ferð!

Fleiri myndir úr ferðinni má sjá á myndasíðu skólans.

Síðast uppfært 28.08 2015