Samkvæmt skóladagatali er á dagskrá útivistardagur nk. þriðjudag 4. september. Eins og þið vitið reynum við að fara þegar veður er gott og reiknum við með að svo verði þennan dag. Ætlunin er að allir nemendur skólans gangi saman upp að Hraunsvatni og mun ferðin taka stóran hluta skóladagsins. Það er því mikilvægt að börnin verði vel búin og vel nestuð fyrir ferðina. Ekki er verra að hafa aukasokka með í för.
Við sendum nánari upplýsingar eftir helgi.
Síðast uppfært 29.08 2018