Nú þegar skólaárið 2015-2016 er liðið hafa stjórnendur og innra mats teymi tekið saman skýrslu sem felur í sér lýsingu og mat á skólaárinu.
Skýrslunni er ætlað að gefa yfirlit yfir helstu þætti skólastarfs skólaársins, en hún byggir á ígrundun og mati margra aðila innan skólans. Við mat á skólastarfinu er stuðst við ýmsar niðurstöður kannana, s.s. niðurstöður foreldra- og nemendakannana Skólapúlsins, svo og starfsmannakönnunar Skólapúlsins sem lögð er fyrir ár hvert. Einnig byggir matið á SVOT greiningum sem eru lagðar reglulega fyrir starfsmannahópinn, netkönnunum og skólaþingi nemenda. Ekki er gerð grein fyrir öllum þáttum skólastarfsins hvert ár en fjallað er um helstu áhersluþætti. Unnin hefur verið umbótaáætlun út frá niðurstöðum þessarar vorskýrslu. Hún verður borin undir fyrsta kennarafund í ágúst til umræðu og samþykktar og en verður síðan birt á heimasíðu skólans. Vorskýrsluna er að finna undir flipanum starfshættir.
Jafnframt hefur Helga Hauksdóttir kennsluráðgjafi vegna íslensku sem annars máls hjá Skóladeild Akureyrar tekið saman skýrslu um verkefni sín og hvetjum við alla til að lesa hana. Hana má finna hér.
Að lokum óskum við öllum alls hins besta í sumarfríinu. Stjórnendur og húsvörður koma aftur til starfa eftir sumarleyfi mánudaginn 8. ágúst og hægt og bítandi fjölgar í húsinu þar til skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst.
Síðast uppfært 29.06 2016