Mjög mikilvægt er að gefa lestrarnámi barna athygli og tíma heima fyrir. Það hvetur barnið til dáða og stuðlar að auknum framförum. Hér eru ýmis góð ráð varðandi heimalestur:
- Ávallt að gefa sér góðan tíma
- Mikilvægt er að skapa jákvætt og gott andrúmsloft
- Lestrarstund er gæðastund með barninu þínu
- Byrja á að leyfa barninu að skoða bókina, jafnvel alla bókina í rólegheitum
- Gott er að byrja með 10-15 mínútum en lengja það svo smám saman
- Gott er að barnið lesi fyrst í hljóði og lesi síðan upphátt fyrir foreldri eða eldri systkini
- Sumum börnum finnst gott að fá að æfa sig fyrst að lesa upphátt í einrúmi og lesa síðan fyrir aðra
- Barnið velur sér eina blaðsíðu til þess að lesa aftur þannig að það „heyri“ árangurinn, þá er jafnvel hægt að taka tímann með skeiðklukku til að árangur/framfarir verði sýnilegri. Lesturinn verður hraðari og áreynsluminni þegar lesið er í annað sinn
- Oft koma þó sömu orð fyrir aftur og aftur í textanum og því óþarfi að lesa sömu blaðsíðu mörgum sinnum, það getur valdið leiða og dregið úr spenningi við að halda áfram
- Barnið les aftur erfið eða löng orð
- Barn og fullorðinn lesa til skiptis, til dæmis frá punkti til punktar (punktalestur)
- Barn og fullorðinn lesa saman (fara hægt yfir orð og texta, fingur undir því sem lesið er)
- Mikilvægt er að útskýra erfið orð (þá eykst skilningur og áhugi á að lesa áfram)
- Fullorðinn les hægt fyrir barnið og það fylgist með textanum
Síðast uppfært 26.11 2014