UNICEF-Hreyfingin

Í byrjun júní fór fram áheitahlaup þar sem safnað var til styrktar börnum sem búa við skert lífsgæði. Samtals söfnuðust 220798 krónur sem ýmist voru lagðar inn á reikning söfnunarinnar eða komu í umslagi í skólann. Þessa fjármuni er hægt að nota t.d. til kaupa á leikföngum og námsgögnum og til auka aðgengi að hreinu vatni og næringu. Einnig til kaupa og varðveislu bóluefna og lyfja. Kærar þakkir allir sem tóku þátt.

Síðast uppfært 19.08 2021

Viðurkenning fræðsluráðs

Miðvikudaginn 2. júní voru viðurkenningar fræðsluráðs afhendar í Brekkuskóla. Að þessu sinni hlutu starfsmenn af unglingastigi, þau Sissa, Rakel, Þórarinn, Jónas og Sigrún viðurkenningu fyrir ÞEMA á unglingastigi en þar er um að ræða samþættingu kennslugreina í heildstæð þemaverkefni. Jói húsvörður hlaut viðurkenningu fyrir jákvæðni og vel unnin störf og hjá nemendum var það Arney í 7. bekk sem fékk viðurkenningu fyrir að vera góð fyrirmynd sinna jafnaldra.

Síðast uppfært 23.06 2021

Sjóferð á Húna II

Á dögunum fóru nemendur í 6. bekk í siglingu með Húna II og fengu fræðslu um lífríki sjávar og margt fleira ásamt því að fá að renna færum fyrir þann gula.

Síðast uppfært 01.06 2021