7. bekkur byrjar skólaárið að Reykjum í Hrútafirði

SkólabúðirNú eru nemendur 7. bekkjar í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði. Við sækjumst gjarnan eftir því að fara snemma að hausti til að nota tækifærið til að þétta nemendahópinn í upphafi skólaárs og um leið eiga meiri möguleika á að vera að Reykjum í góðu veðri.

Á mánudagsmorgunn fór frá Oddeyrarskóla 24 nemenda hópur og með þeim eru tveir starfsmenn og tveir kennaranemar. Við fengum góðar fréttir af þeim í gær og kennari segir að þarna séu á ferðinni sjálfstæð, dugleg og kurteis börn. Allir geri sitt besta í einu og öllu og vinátta, virðing, samkennd og sjálfstæði ráði ríkjum 🙂 Ekki amaleg ummæli það!

Við eigum von á þeim til baka næstkomandi föstudag um kl. 15, en foreldrar fá nánari upplýsingar í tölvupósti þegar nær dregur.

Þeir sem vilja kynna sér skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði nánar geta skoðað heimasíðu skólans hér.

Síðast uppfært 26.08 2015