Frá íþróttakennara

íþróttirHér eru örfáir punktar frá íþróttakennara um veturinn framundan:

Íþróttakennsla úti og inni

Íþróttakennslan verður utandyra fyrstu 4-5 vikurnar, vonandi til 23.september en það fer allt eftir veðri. Nemendur þurfa að koma klæddir eftir veðri og ekki síst í góðum útiskóm. Mæting í útitímana er á sparkvellinum við skólann. Nemendur geta nýtt búningsklefa og sturtur.

Í íþróttatímum sem eru inni eiga nemendur að nemendur vera í stuttum eða síðumí þróttabuxum og íþróttabol. Nemendur 1.- 4. bekkjar eiga að vera berfættir í íþróttum en í 5.-10. bekk er æskilegt að nemendur séu í skóm. Ætlast er til að nemendur fari í sturtu eftir tíma. Nauðsynlegt er að merkja vandlega allan íþróttafatnað, þar sem reynslan sýnir að ótrúlega mikið af óskilafötum safnast upp hjá okkur.

Sundkennsla
Nemendur eiga að vera mættir í Sundlaug Akureyrar 5 mínútum áður en kennslustund hefst. Nemendum verður ekið að og frá sundlaug og mun skólabíllinn leggja af stað frá Oddeyrarskóla 15 mínútum áður en tími hefst.
Nemendur skulu vera í sundfötum við hæfi í sundtímum. Strandbuxur og efnislítil bikini eru ekki hentug sundföt.

Forföll í íþróttum og sundi þarf að tilkynna til ritara skólans.

Foreldrar eru alltaf velkomnir í íþrótta- og sundtíma eins og aðrar kennslustundir og ég bið ykkur endilega um að hafa samband við mig ef þið teljið þörf á.

Síðast uppfært 20.08 2015