Rýmingaræfing

Í morgun var haldin rýmingaræfing í skólanum.  Allt gékk vel fyrir sig, krakkarnir snöggir að koma sér út og á sinn stað á íþróttavellinum. En eins og við var að búast komu fram nokkur atriði sem við þurfum að huga betur að.

Hausthátíð Foreldrafélags Oddeyrarskóla

Frá Foreldrafélagi Oddeyrarskóla

Hausthátíð Foreldrafélags Oddeyrarskóla verður haldin laugardaginn 13. september. Hátíðin hefst með skrúðgöngu kl. 11:00 frá bílastæði sunnan skólans og nú er mál að grípa sér potta og prik og hvað annað sem má nota til að slá taktinn í göngunni.

Að skrúðgöngu lokinni býður Foreldrafélagið upp á grillaðar pylsur og 10.bekkur sér að vanda um leiki á lóðinni. Við hvetjum alla til að mæta og bekkina til að keppa sín á milli í þeim þrautum sem verða settar upp. Einnig verður andlitsmálun í boði frá kl. 10:30.

Bekkirnir hafa hver sinn lit til að merkja sig með í bekkjakeppninni:

1. bekkur – gulur

2. bekkur – rauður

3. bekkur – grænn

4. bekkur – blár

5. bekkur – svartur

6. bekkur – hvítur

7. bekkur – fjólublár

8. bekkur – brúnn

9. bekkur – bleikur

10. bekkur – appelsínugulur

1. bekkur er sérlega boðinn velkominn í skólann!  Mætum öll og eigum glaðan dag.  Endilega lítið við á síðu félagsins á fésbókinni þar sem fréttir af starfi eru birtar og vekja má umræðu um málefni sem tengjast skólastarfinu:

https://www.facebook.com/ForeldrafelagOddeyrarskola

Hátíðin er einnig á fésbókinni og þar má skrá sig og deila viðburðinum:

https://www.facebook.com/events/370306539799422/?context=create&source=49

Með kærri kveðju,

Hannela Matthíasdóttir

formaður Foreldrafélags Oddeyrarskóla.

 

 

Leitin að Grenndargralinu 2014

Leitin hefst 12. september.

Að venju er Leitin í boði fyrir nemendur á unglingastigi í grunnskólum Akureyrar. Í ár er Leitin valgrein og er það í annað skipti frá því að fyrsta Leitin fór fram haustið 2008. Þrátt fyrir nýtt fyrirkomulag er Leitin að Grenndargralinu í boði fyrir alla nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Akureyrar, óháð því hvort þeir völdu hana sem valgrein eða ekki. Allt sem þarf að gera er að hefja leik þegar fyrsta þraut fer í loftið, fara eftir fyrirmælum, leysa þrautina og skila lausnum til umsjónarmanns  með tölvupósti. Fyrir réttar lausnir sendir umsjónarmaður bókstaf til baka sem notaður verður til að mynda lykilorðið. Þetta er endurtekið næstu níu vikurnar eða svo eða þar til kemur að lokavísbendingunni. Þá er Grenndargralið innan seilingar. Einfaldara getur það ekki orðið.

Nánari upplýsingar um Leitina 2014 má nálgast á heimasíðu Grenndargralsins; www.grenndargral.is og á fésbókarsíðu Grenndargralsins.

 

Hettupeysur

Nú ætlar nemendaráð Oddeyrarskóla að bjóða aftur upp á hettupeysur eins og seldar voru fyrir nemendur og starfsfólk fyrir áramót. Peysurnar munu kosta 4.500.- og verður hægt að máta og borga fyrir þær í næstu viku, þriðjudaginn 18. og fimmtudaginn 20. febr. kl. 16-18  í skólanum í stofu 101 (Stapi). Gengið inn að vestan hjá íþróttahúsinu. Það verða eingöngu pantaðar greiddar peysur (ekki er tekið við greiðslukortum).  Peysurnar verða í barnastærðum frá 7-13 ára og svo fullorðinsstærðum S, M, L, XL, og 2XL. Fimm litir verða í boði í hvorum stærðarflokki.

Nánar um liti og stærðir í meðf. viðhengi:

Hettupeysur

 

 

 

 

Skólahreysti Oddeyrarskóla

Skólahreysti Oddeyrarskóla var haldin í dag í íþróttasal skólans. Keppnin tókst afar vel og var mikið fjör. Þátttakendur voru nemendur á unglingastigi. Hjá stelpunum voru það Ágústa Jenný 8.b. sem var hlutskörpust í hraðabrautinni og Birta 8.b. í armbeygjum og hreystigreip. Þær munu taka þátt í æfingum fyrir Skólahreysti ásamt varamanni sem verður Tara 10.b.

Hjá strákunum voru valdir til æfinga 4 strákar sem voru mjög jafnir, þeir  Don og Egill í 9.b. og Alexander Ívan í 10.b. í hraðabraut. Alexander Ívan og Hrannar 10.b. voru hlutskarpastir í dýfingum/upphýfingum.

Síðar verður ákveðið hverjir af þessum nemendum munu keppa fyrir hönd Oddeyrarskóla í lokakeppninni sem haldin verður í mars. Til hamingju krakkar!

Myndir eru væntanlegar á myndasíðu skólans.

Skólaval – innritun nemenda í 1. bekk grunnskóla

Í febrúarmánuði fer fram innritun nemenda sem hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrar haustið 2014.

 Á heimasíðu skóladeildar, undir hnappnum Skólaval – grunnskólar, má finna upplýsingar um grunnskólana á Akureyri, sértæka þjónustu, viðmiðunarreglur um inntöku, rafræn umsóknareyðublöð og fleira. Hver skóli er með opið hús fyrir foreldra barna sem hefja nám í grunnskóla haustið 2014 og eru foreldrar hvattir til að notfæra sér það tækifæri.

 Kynning/opið hús, verður í grunnskólum Akureyrar í febrúar frá kl. 9:00-11.00:

Glerárskóli og Lundarskóli        11. febrúar
Giljaskóli og Naustaskóli           12. febrúar
Oddeyrarskóli og Síðuskóli       13. febrúar
Brekkuskóli                                      14. febrúar

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur í heimsókn

IMG_2233 IMG_2234 IMG_2235

Í morgun kom Þorgrímur Þráinsson rithöfundur í heimsókn til nemenda í 10. bekk með fyrirlestur sem hann kallar Láttu drauminn rætastFyrirlesturinn er hvatning til  nemenda um að bera ábyrgð á eigin lífi, sýna samkennd, bera virðingu fyrir öllum og hafa hugrekki til að fylgja hjartanu. Á morgun miðvikudag 22.jan. bjóða foreldrafélög skólanna í bænum, foreldrum nemenda í 10.bekk á fund með Þorgrími. Fundurinn verður í sal Brekkuskóla kl. 20:00.

Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókninni í morgun.