Vertu þú sjálfur! Fræðsla á vegum Samtaka

Kæru foreldrar barna á unglingastigi

Samtaka er búið að fá Akureyringinn Sigga Gunnars, Útvarpsmann á K-100, til að koma og vera með fyrirlestur fyrir 8 – 10 bekk í öllum grunnskólunum á Akureyri dagana 17. og 18. maí næstkomandi.
Í tilefni þess höfum við ákveðið í samstarfi við Sigga Gunnars að bjóða einnig foreldrum upp á fyrirlestur með honum og verður hann haldinn í Giljaskóla þriðjudagskvöldið 17. maí klukkan 20:00

Fyrirlesturinn ber heitið „Vertu þú sjálfur“ og fjallar um mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig, læra á sjálfan sig og samþykkja sjálfan sig og fer Siggi yfir sína sögu og tengir hana við almennar hugleiðingar.

Umsögn frá Pétri Guðjóns viðburðastjóra VMA um fyrirlesturinn:
Fyrirlesturinn var sérlega lifandi og einlægur. Uppbyggingin var ákvaflega forvitnileg þar sem þú skynjaðir strax að áhugaverð saga vr sögð. Saga sem kemur við svo marga varðandi mannleg samskipti og líðan. Eftir að hafa setið aftarlega í salnum varð ég að færa mig fremst því það ver sannarlega óvenjulegt að hafa fullan sal af framhaldsskólakrökkum og það var ekkert skvaldur og varla nokkur að skoða símann sinn. Þegar ég svo horfði framan í hópinn sem hlustaði á Sigga sá ég eftirvæntingu, áhuga og jafnvel gleði. Kannski var ástæða gleðinnar sú að þessir ungu og ómótuðu einstaklingar fundu von hjá sér við að hlusta á Sigga Gunnars. Vertu þú sjálfur er frábær fyrirlestur.

Vonumst til að sjá sem flesta

Fyrir hönd Samtaka,
Monika Stefánsdóttir, varaformaður

 

Skólinn faðmaður á síðastliðinn föstudag – tileinkað baráttunni gegn einelti

Kristín - myndir 047Föstudaginn s.l. fóru allir nemendur og starfsfólk skólans inn á sal þar sem Kristín skólastjóri ræddi við nemendur um baráttuna gegn einelti  og hvað við gætum öll gert til að sporna við því. Sunginn var skólasöngurinn og að því loknu fengu nemendur og starfsfólk gefins blá armbönd til eignar með áletruninni „Ég legg ekki í einelti“  ásamt einkunnarorðum skólans:  Ábyrgð, virðing, vinátta. Eftir þessa stund á salnum fóru allir út á skólalóðina, tóku höndum saman kringum skólann og mynduðu faðmlag utan um hann.

Baráttudagur gegn einelti var 8.nóv. s.l. og var þessi uppákoma í tilefni hans. Skemmtileg stund sem tókst vel.

Kristín - myndir 049

Hattaböll f. yngsta og miðstig

hattarÁ fimmtudaginn 5. nóvember verða haldin Hattaböll fyrir yngsta- og miðstig á vegum nemendaráðs skólans.
Ballið fyrir 1.- 4. bekk verður haldið kl. 17:00 -18:30 en fyrir 5 .- 7. bekk kl. 18:30 – 20:00.
Miðaverð er kr. 500.- og rennur ágóðinn til kaupa á fleiri íþróttabolum og leiktækjum.
Sjoppa verður opin og verða veitt verðlaun fyrir flottasta hattinn.
Heimilt er að bjóða vinum utan skólans með sér.

Með bestu kveðju
Nemendaráð Oddeyrarskóla.
Kv. Nemendaráð

Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn 30. september

skólamjólkSextándi alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um heim þann 30. september næstkomandi. Það er stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum “Holl mjólk og heilbrigðir krakkar”. 
 
Með deginum vill Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í daglegu fæði barnanna. Í tilefni dagsins verður þeim leikskólum og grunnskólum sem óska eftir því að taka þátt í deginum boðið upp á mjólk á Skólamjólkurdaginn, miðvikudaginn 30. september.

 

Fótboltamót á unglingastigi

Fótboltamót á unglingastigi.íþróttir
Á morgun miðvikudag verða nemendur á unglingastigi á fótboltamóti í Boganum. Nemendur ganga héðan með kennurum sínum kl. 8.10 nema strákarnir í 8. bekk, þeir verða í kennslu til kl. 10.10 og fara eftir frímínútur. Þegar krakkarnir koma til baka tekur við kennsla samkvæmt stundaskrá.

Forvarnardagurinn 2. október.
Forvarnardagur 2015 verður haldinn föstudaginn 2. október næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Sjá nánar á http://www.forvarnardagur.is/

Þennan dag verða nemendur í 9. bekk í forvarnarfræðslu upp í Rósenborg frá kl. 8.15-11.00.

Hjóladagur fjölskyldunnar 19. september

 

Laugardaginn næstkomandi er hjóladagur fjölskyldunnar á Akureyri.      #

Í tilefni af því verða Akureyrarbær og Hjólreiðafélag Akureyrar með hjólalestir frá öllum grunnskólum bæjarins.

Lagt er af stað klukkan 12:30 og eru foreldrar, nemendur og öll fjölskyldan velkomin. Lestirnar sameinast allar við Glerártorg og svo aftur við Hof og verður svo hjólað saman í stórum hóp í gegnum göngugötuna þar sem við leggjum frá okkur hjólin og skoðum strætó, slökkviliðsbíl, mismunandi reiðhjól og vistvæna bíla.

Að sjálfssögðu verða pylsur og gos handa öllum sem mæta.

 Sjá má leiðina sem hjóluð er frá hverjum skóla á heimasíðu Hjólreiðafélags Akureyrar og lista yfir hópstjóra. Sá sem tekur á móti móti hjólreiðafólki við Oddeyrarskóla og verður hópstjóri á leiðinni er Sigurvin Fíllinn Jónsson.  Á sunnudeginum verður svo hjólreiðamót fyrir krakka við Minjasafnið á Akureyri. Allt um þetta má finna í sjónvarps-dagskránum sem komu út í þessarri viku og á www.hfa.is

 

Útivistartími barna

Frá Samanhópnum:
 útivistartími
Kæru foreldrar
Samanhópurinn minnir á að nú 1. september breytist útivistartími barna.
Verulegur árangur hefur náðst síðustu ár í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að foreldrar hafa staðið saman og virt útivistarreglurnar. Við vonum að það verði þannig áfram.
Sjá meðf. auglýsingu: Saman-hópurinn_foreldrar_útivist

Kassabílasmíði

Kæru velunnarar Oddeyrarskólakassabill

Unglingadeildin er þessa dagana að hanna kassabíla fyrir Frístund og vantar sárlega dekk undir bílana. Dekk af öllum gerðum eru vel þegin. Hægt er að koma með þau í skólann en einnig er hægt að hafa samband við skólann og þau verða sótt.

Með von um góð viðbrögð
Unglingadeildin