Fjölgreindardagur á fimmtudaginn, skipulagsdagur á föstudag

Fjögreindir Gardners_1Næstkomandi fimmtudag, 2. október, verður hinn árlegi fjölgreindardagur hjá okkur í Oddeyrarskóla. Þá verður nemendum skólans skipt í 18 aldursblandaða hópa sem fara á milli stöðva og vinna ólík verkefni. Nafnið á deginum vísar í fjölgreindakenningu Gardners, en hugmyndin er að stöðvarnar verði fjölbreyttar og reyni þannig á og þjálfi ólíkar greindir barnanna.

Við vekjum athygli á því að dagurinn er styttri en hefðbundinn skóladagur (og því gulmerktur á skóladagatali) og er dagskrá búin um hádegi. Nemendur sem eru í frístund geta farið beint þangað að skóladegi loknum. Frí verður hjá nemendum í valgreinum þennan dag.

Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir í skólann þennan dag eins og alla aðra daga!

Einnig minnum við á að föstudaginn 3. október er skipulagsdagur kennara og er því frí hjá nemendum þennan dag.

Síðast uppfært 29.09 2014