Frístund – opnun o.fl. hagnýtar upplýsingar

Kæru foreldrar/forráðamenn barna sem fara í Frístund

Næsta föstudag (skólasetningardaginn) opnar Frístund kl. 9:30. Margir eiga enn eftir að staðfesta skráningu í Frístund með því að koma í skólann og ganga frá dvalarsamningi hjá ritara eða Sigrúnu umsjónarmanni Frístundar. Við hvetjum ykkur til að klára það í þessari viku. Nauðsynlegt er að vita af því ef foreldrar hyggjast nýta Frístund á föstudaginn.

Allar hagnýtar upplýsingar varðandi Frístund er að finna hér á heimasíðu skólans, undir hlekknum Frístund. Þar má m.a. sjá verð, opnunardaga og dvalarsamning.

Þá minnum við einnig á að ef foreldrar þurfa að ná sambandi við starfsmenn Frístundar er best að hringja í beint númer þangað, þ.e. 460-9557 (skrifstofa) og 460-9558 (leikherbergi).

Síðast uppfært 17.08 2015