Frístund – staðfesting á skráningu

logo -stafalaustNú er komið að því að staðfesta skráningu barna í Frístund.

Foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem skráðu börn sín í vor og ætla að nýta þjónustu frístundar fyrir börn sín næsta skólaár eru beðin um að koma í skólann á föstudaginn 14. ágúst til að staðfesta dvöl í frístund með undirskrift dvalarsamnings.

Kristín ritari Oddeyrarskóla tekur á móti staðfestingum föstudaginn 14. ágúst frá kl. 9-14. Þeir foreldrar sem ekki komast þennan dag eru beðnir um að hafa samband við Kristínu ritara í s. 460-9550 eða netfangið kh@akmennt.is til að ákveða tíma.

 

Síðast uppfært 04.08 2015