Námsgögn fyrir skólaárið 2014-2015

skóladótHér á heimasíðunni má finna innkaupalista fyrir nemendur í 5. – 10. bekk en að vanda býðst nemendum 1. – 4. bekkjar að vera með í sameiginlegum innkaupum á námsgögnum sem deildarstjóri heldur utan um. Í þessu felast innkaup á stílabókum, möppum, gámum o.þ.h. Foreldrar borga efnisgjald sem gildir fyrir allan veturinn.

Nemendur í 1. – 4. bekk þurfa því eingöngu að hafa liti í töskunni sinni og aðgang að ritföngum heima. Þetta fyrirkomulag hefur reynst okkur mjög vel, þar sem kennarar passa þá sjálfir að nýjar stílabækur séu til þegar á þarf að halda. Ef afgangur hefur orðið af efniskaupagjaldi hafa kennarar notað hann til að kaupa einhver gögn fyrir bekkinn, t.d. sameiginleg spil eða annað. Upphæðin er 3.500 kr. og má leggja inn á reikning og setja nafn barns sem skýringu. Kennitalan er 450908-2580 og banka- og reikningsnúmer 0302-13-110242.

Ef einhverjir vilja ekki vera með í þessu kerfi, heldur kaupa inn sjálfir, fá þeir nákvæmari innkaupalista hjá kennurum í haust. 

Síðast uppfært 07.08 2014