Nemenda- og foreldraviðtöl á morgun (ekki skóladagur)

OddeyrarskóliVið minnum á að á morgun, miðvikudaginn 5. nóvember, eru nemenda- og foreldraviðtöl í Oddeyrarskóla. Þann dag koma nemendur eingöngu í viðtal til umsjónarkennara með foreldrum/forráðamönnum. Því fer engin hefðbundin kennsla fram þennan dag. Þeir sem eru búnir að koma í viðtal eða koma seinna í það í samráði við umsjónarkennara eru alveg í fríi þennan dag.

Síðast uppfært 04.11 2014