Nemendur Oddeyrarskóla hlupu til styrktar UNICEF

unicef-logoNemendur Oddeyrarskóla hafa til margra ára hlaupið til styrktar UNICEF samtökunum.

Þetta árið fór hlaupið fram miðvikudaginn 3. júní 2015 og söfnuðust 152.487 krónur sem nú hafa verið lagðar inn á styrktarreikning UNICEF. Þetta er frábær árangur hjá krökkunum og hafa þau látið virkilega gott af sér leiða. Við þökkum þeim f0reldrum og velunnurum sem lögðu söfnuninni lið innilega fyrir aðstoðina.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er heimsins stærsta hjálparstofnun fyrir börn. Þetta eru óháð samtök í pólitískum og trúarlegum skilningi. Samtökin starfa að langtíma þróunarverkefnum í 156 löndum og þau standa bæði fyrir neyðaraðstoð og langvarandi hjálparstarfi. Starfsemin er rekin á frjálsum framlögum frá ríkisstjórnum, fyrirtækjum og einstaklingum.

Síðast uppfært 25.06 2015