Óvissuferð hjá 2. og 3. bekk

Krakkarnir í 2. og 3. bekk tóku lestraráskorun frá kennurunum sínum og lásu yfir 7000 mínútur á fjórum vikum!20160527_092308 óvissuferð 131 óvissuferð 124 óvissuferð 094 óvissuferð 087

Af því tilefni var farið í óvissuferð föstudaginn 27. maí til að gleðjast yfir frábærum árangri.

Við byrjuðum á því að fara með strætó upp á brekku en gengum síðan upp í Breiðholt (hesthúsahverfið fyrir ofan bæinn) og kíktum í fjárhúsið til Magnþórs sem vinnur í skólanum okkar. Síðan fundum við okkur þokkalegt skjól til að borða nestið og héldum síðan heim á leið. Þegar við komum í skólann grilluðum við okkur pylsur.

 

Síðast uppfært 28.05 2016