Peningagjöf til bókakaupa frá Lionshreyfingunni


Í dag boðaði Lionshreyfingin skólastjórnendur og skólasafnskennara á svæðinu til fundar þar sem afhentar voru peningafjárhæðir til bókakaupa í skólana. Fjárhæðir miðuðust við fjölda nemenda í skólunum. Oddeyrarskóli fékk 80 þúsund krónur og munu þær koma sér afar vel til að bæta nýjum barna- og unglingabókum í bókakost fallegu Lestu-hillunnar okkar. Kristín skólastjóri og Þórarinn skólasafnskennari tóku á móti gjöfinni og munu þau í framhaldinu heimsækja bekki og kalla eftir óskum nemenda varðandi bókakaup. Við þökkum Lionshreyfingunni innilega fyrir veglega og kærkomna gjöf!

Síðast uppfært 29.11 2018