Flest börn sýna erfiða hegðun á einhverjum tímapunkti, en oftast gengur það tímabil yfir. Þegar svo er ekki þurfa foreldrar oft á tíðum aðstoð, einkum þegar samskipti barnsins innan fjölskyldunnar, í skólanum eða annars staðar í umhverfinu eru orðin neikvæð. Í PMTO styðjandi foreldrafærni er lögð áhersla á vinnu með foreldrum þar sem þeir eru mikilvægustu kennarar barna sinna.
PMTO þjónusta er í boði fyrir fjölskyldur og fagfólk á Akureyri. Einstaklingsmeðferð fyrir foreldra er veitt með reglubundnum hætti á skrifstofu meðferðaraðila. Meðferðaraðili kemur á heimili ef um sérstakar aðstæður er að ræða og ef óskað er eftir því sérstaklega.
Til að komast á PMTO foreldranámskeið geta foreldra óskað eftir því að skóli barnsins eða félagsráðgjafar á fjölskyldudeild hafi milligöngu með umsókn eða haft samband við verkefnastjóra PMTO á skóladeild Akureyrar í síma 460 1455.
Upplýsingaplagg um PMTO á Akureyri
Síðast uppfært 07.01 2019