Skautar og bingó á morgun

skautarÁ morgun er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí. Hefð er fyrir því að fara á skauta og spila bingó þennan dag. Á bingóinu verða eins og venja er páskaegg í verðlaun. Að vanda er bingóið helgað styrktarbarni okkar, Clyceru Manga sem búsett er í SOS barnaþorpi í Guine Bissau. Nemendur eru að vanda hvattir til að koma með smá peninga til styrktar henni. Til viðmiðunar eru 300-400 krónur ágætt framlag. Þennan dag má koma með sætabrauð og safa í nesti.

Við minnum á að allir eiga að vera með hjálm á skautasvellinu. Mjög gott væri ef krakkarnir gætu komið með hjólahjálmana sína en hægt er að fá lánaða hjálma þar.

Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 7. apríl samkvæmt stundaskrá.

Með kveðju og óskum um gott páskafrí,

Kristín, Fjóla og Rannveig,
stjórnendur Oddeyrarskóla

Síðast uppfært 26.03 2015