Hjólareglur Oddeyrarskóla

Nú er vor í lofti og upplagt að rifja upp hjólareglur skólans:

  1. Nemendur mega koma á hjóli í skólann frá sjö ára aldri samkvæmt landslögum.
  2. Nemandi sem kemur á hjóli í skólann gerir það á ábyrgð foreldra / forráðamanna sem skulu meta færni og getu barnsins sem og aðstæður til að hjóla í skólann.
  3. Þegar komið er á hjóli í skólann á að geyma það læst á skólalóðinni í eða við hjólagrindur.
  4. Nota skal viðeigandi öryggisbúnað.
  5. Ekki má nota reiðhjól eða vélknúin ökutæki, s.s. vespur, á skólalóðinni meðan skóla- og frístundarstarfi stendur.
  6. Heimilt er að vera á hlaupahjóli, hjólabretti og línuskautum á malbikaða fótboltavellinum sunnan við skólann í frímínútum. Nauðsynlegt að vera með hjálm.
  7. Skólinn ber enga ábyrgð á hjólum, hjólabrettum eða öðrum leikföngum sem nemendur koma með í skólann. Þjófnað eða skemmdarverk má tilkynna til lögreglu.

Jafnframt bendum við á einblöðung frá Samgöngustofu þar sem sjá má reglur sem gilda um létt bifhjól.

Oddeyrarskóli hampaði 2. sætinu annað árið í röð!

Í dag fór Skólahreystikeppnin fram í Íþróttahöllinni á Akureyri. Oddeyrarskóli keppti í Akureyrarriðlinum, en í þeim riðli voru sjö skólar. Í liðinu eru þau Helgi Þór Ívarsson, Gunnborg Petra Jóhannsdóttir, Ólafur Helgi Erlendsson og Tinna Huld Sigurðardóttir. Varamenn liðsins voru þau Oliwia Moranska og Óskar Óðinn Sigtryggsson.

Lið Oddeyrarskóla hafði undirbúið sig vel og hampaði 2. sætinu. Við óskum liðinu okkar og þjálfaranum þeirra, Birgittu Maggý íþróttakennara, innilega til hamingju með frábæran árangur! Lið Brekkuskóla bar sigur úr býtum og óskum við þeim innilega til hamingju.

Skólahreystiliðið okkar