Eldri fréttir

Félagsmiðstöðin Stjörnuríki

gral
gral

Óvissuferð hjá 2. og 3. bekk

Krakkarnir í 2. og 3. bekk tóku lestraráskorun frá kennurunum sínum og lásu yfir 7000 mínútur á fjórum vikum!20160527_092308 óvissuferð 131 óvissuferð 124 óvissuferð 094 óvissuferð 087

Af því tilefni var farið í óvissuferð föstudaginn 27. maí til að gleðjast yfir frábærum árangri.

Við byrjuðum á því að fara með strætó upp á brekku en gengum síðan upp í Breiðholt (hesthúsahverfið fyrir ofan bæinn) og kíktum í fjárhúsið til Magnþórs sem vinnur í skólanum okkar. Síðan fundum við okkur þokkalegt skjól til að borða nestið og héldum síðan heim á leið. Þegar við komum í skólann grilluðum við okkur pylsur.

 

ÁBYRGÐ – VIRÐING – VINÁTTA, einkunnarorð skólans á ýmsum þjóðtungum

Á smiðjudögum sem haldnir voru í apríl var unnið með fjölmenningu. Eitt af verkefnum þessara daga var að búa til spjöld með einkunnarorðum skólans, ábyrgð – virðing – vinátta, á þeim þjóðtungum sem nemendur skólans tala. Hér má sjá nokkur veggspjöld sem finna má á veggjum skólans. Nú getur hver og einn reynt að átta sig á hvaða þjóðtungur þetta eru.FullSizeRender3 FullSizeRender2 FullSizeRender1 FullSizeRender4

1970 árgangurinn heimsækir skólann

1970 árgangurUm þessar mundir eru 30 ár síðan árgangur fæddur 1970 lauk grunnskólagöngu sinni hér í Oddeyrarskóla, þ.e. árið 1986. Af því tilefni hittist stór hluti hópsins um helgina og einn þáttur í dagskránni var að kíkja í heimsókn í gamla skólann. Kristín . . . → Lesa..

Sumarlestur – Akureyri, bærinn minn

Skráningarupplýsingar til foreldraSumarnámskeiðið Sumarlestur – Akureyri bærinn minn er haldið í júní ár hvert og verður svo einnig á komandi sumri og verður það 16. skiptið. Að námskeiðinu standa Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri í samstarfi við aðrar menningarstofnanir bæjarins. Námskeiðin eru 7.-10.júní, . . . → Lesa..

Orka og umhverfi – þemavinna á miðstigi

ferlar1Dagana 17.-31. maí eru nemendur á miðstigi að vinna fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast orku og umhverfi. Helstu áhersluþættir eru vatn, raforka, jarðvarmi og eldsneyti. Unnin verða ýmiskonar verkefni, s.s. tölfræðikannanir, kynningar og fleira.

Farið . . . → Lesa..

Skóladagatal skólaársins 2016-2017

logo -stafalaust

Nú er skóladagatalið fyrir næsta skólaárið samþykkt og komið á heimasíðu skólans undir flipanum skóladagatal.

Vorsýning í stærðfræði hjá 10. bekk

46Nemendur í 10. bekk hafa að undanförnu verið að vinna að stórum raunhæfum verkefnum í stærðfræði. Í dag buðu þeir foreldrum, nemendum og starfsfólki skólans á vorsýningu þar sem þeir kynntu . . . → Lesa..

Fræðslufundur kennara og stuðningsfulltrúa

Ut fræðsla Kennarar Oddeyrarskóla hafa verið mjög duglegir að þróa kennslu sína með notkun upplýsingatækninnar. Áhersla okkar undanfarin tvö ár hefur verið á umhverfi sem kallast Google for education og hefur þetta umhverfi nýst okkur afar vel í námi og starfi.

Í dag . . . → Lesa..

Vertu þú sjálfur! Fræðsla á vegum Samtaka

Kæru foreldrar barna á unglingastigi

Samtaka er búið að fá Akureyringinn Sigga Gunnars, Útvarpsmann á K-100, til að koma og vera með fyrirlestur fyrir 8 – 10 bekk í öllum grunnskólunum á Akureyri dagana 17. og 18. maí næstkomandi. Í tilefni þess höfum við ákveðið í samstarfi við Sigga Gunnars að bjóða einnig foreldrum upp . . . → Lesa..

Smiðjudagar tileinkaðir fjölmenningu

IMG_0010 IMG_5750Dagana 19. og 20. mars voru smiðjudagar tileinkaðir fjölmenningu haldnir í Oddeyrarskóla.

Í Oddeyrarskóla er fjölmenningarlegt samfélag og því fögnum við. Við erum af mörgum þjóðernum og er því mikilvægt . . . → Lesa..