Eldri fréttir

Félagsmiðstöðin Stjörnuríki

gral
gral

Skólahjúkrunarfræðingur – heilsuvernd grunnskólabarna

6H_merki_svart-300x181Skólahjúkarunarfræðingur kemur í Oddeyrarskóla þrjá daga í viku. Hér eru uppfærðar upplýsingar varðandi skólaheilsugæsluna, viðveru og störf skólahjúkrunarfræðings.

Skólasetning og ferð á Reyki

Í dag var Oddeyrarskóli settur í 59. sinn. Nemendur mættu á sal og hlýddu á orð skólastjóra og síðar var farið í kennslustofur þar sem nemendur hittu kennara sína. Skólastarfið hefst svo skv. stundReykjafararaskrá á morgun. Nemendur 1. bekkjar eru í viðtölum í dag og á morgun (þriðjudag) en þau koma síðan fyrsta skóladaginn sinn á miðvikudag. Við hlökkum til að sjá nýju nemendur okkar og bjóðum þau innilega velkomin í skólann.

Nemendur 7. bekkjar voru þó fjarverandi, þar sem þeir byrjuðu skólaárið á því að fara í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd voru krakkarnir hressir og tilbúnir í slaginn!

Skólasetning verður í Oddeyrarskóla mánudaginn 22. ágúst 2016

Nemendur 2. – 4. bekkjar mæta á sal skólans kl. 9:00 og nemendur 5.-10. bekkjar mæta kl. 10.00. Skólastjóri setur skólann á sal og síðan fara nemendur með umsjónarkennurum sínum í kennslustofurnar. Börn sem eru að hefja nám í 1. bekk mæta í viðtöl með foreldrum . . . → Lesa..

Staðfesting á skráningu í frístund

Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem skráðu börn sín í vor og ætla að nýta þjónustu frístundar fyrir börn sín næsta skólaár þurfa að staðfesta skráninguna (Dvalarsamningur) með undirskrift dvalarsamnings mánudaginn 15. ágúst milli kl. 10:00 – 14:00. Þeir sem ekki komast þennan dag hafi samband við skólana til að ákveða tíma.

. . . → Lesa..

Oddeyrarskóli hlýtur veglegan styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Fimmtudaginn 30. júní barst skólanum svohljóðandi póstur frá Forriturum framtíðarinnar:Forritarar framtíðarinnar - logo

„Það gleður mig að tilkynna ykkur að Oddeyrarskóli hefur hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Styrkurinn felst í framhaldsþjálfun á kennurum í forritun á vegum Skema að verðmæti . . . → Lesa..

Vorskýrsla skólaársins 2015-2016

logo -stafalaustNú þegar skólaárið 2015-2016 er liðið hafa stjórnendur og innra mats teymi tekið saman skýrslu sem felur í sér lýsingu og mat á skólaárinu.

Skýrslunni er ætlað að gefa yfirlit yfir helstu þætti skólastarfs skólaársins, en hún byggir á ígrundun og . . . → Lesa..

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2016-17

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2016-17 eru komnir á hér á heimasíðu skólans. Skólinn sér um innkaup á námsgögnum fyrir 1. -4. bekk og þurfa þeir foreldrar/forráðamenn sem nýta sér það ekkert að versla nema skólatösku, pennaveski ef vill og hafa sund- og íþróttaföt tiltæk.

Lestrarhvatning skilar árangri

læsi er lykillinn-logoEins og flestir hafa orðið varir við hafa nemendur Oddeyrarskóla unnið hörðum höndum að því í vetur að ná árangri í öllu námi sínu.

Vel hefur verið fylgst með og nemendur hvattir áfram í lestrinum og . . . → Lesa..

Krakkakosningar á miðstigi

20160602_092002 20160602_100336 20160602_100248 20160602_095430 . . . → Lesa..

Læsissáttmáli

læsiMennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra innsigluðu með samningi í janúar sl. samkomulag um læsissáttmála fyrir foreldra. Áður hafði Þjóðarsáttmáli um læsi verið undirritaður af mennta- og menningarmálaráðherra, fulltrúum sveitarfélaga og Heimilis og skóla í öllum sveitarfélögum landsins. Með . . . → Lesa..