Forvarnardagur gegn einelti

Forvarnardagur gegn einelti er 8. nóvember ár hvert. Í dag gaf skólinn öllum nemendum í 1. bekk og þeim sem eru nýir í 2. – 4. bekk handprjónaðar húfur sem á stendur: Gegn einelti. Þetta er í fjórða sinn sem við í Oddeyrarskóla gerum þetta en starfsmenn prjónuðu húfurnar. Húfurnar eru merktar hverju barni og hver húfa er með sína liti og eru þær fjölbreytilegar í útliti eins og nemendahópurinn. Við hófum daginn með söngstund í 1. – 4. bekk og lögin sem við sungum í dag voru öll tileinkuð vináttunni. Húfurnar voru svo afhentar í lok þeirrar samverustundar.

Á forvarnardegi gegn einelti er ákveðið viðfangsefni í hverjum árgangi til að vekja sérstaka athygli á þeirri vá sem einelti er og mikilvægi þess að standa saman. Samskiptamál og mikilvægi virðingar og vináttu eru þó rædd mun oftar í skólanum og ber á góma flesta daga. Í Oddeyrarskóla er stuðst við forvarnarefni gegn einelti sem kallast „Stöndum saman“ en þar er fræðsla um hvað einelti er og leiðir til að bregðast við óæskilegri hegðun og framkomu.

Jólabingó foreldrafélagsins / Christmas bingo in Oddeyrarskóli

Laugardaginn 9. nóvember verður hið árlega jólabingó Foreldrafélags Oddeyrarskóla haldið. Herlegheitin byrja kl 14:00 og standa til ca kl. 17:00 og vinningarnir eru stórglæsilegir.

Spjaldið kostar 500 kr. fyrir hlé en 250 kr. eftir hlé.

10. bekkur verður með kaffisölu í hléi.

Við bendum fólki á að mæta tímanlega þar sem það er takmarkaður sætafjöldi.

Enginn posi er á staðnum.

———

On Saturday the 9th of November from 2 pm to 5 pm our yearly Christmas bingo will be held at Oddeyrarskóli. Grand prizes!

The bingo card costs 500 kr. before the break and 250 kr. after.

The 10th grade will be selling coffee and waffles during the break.

We recommend you show up early as there are limited seats.

Cash only, we will not be able to take cards.

Könnun til foreldra og forráðamanna

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Oddeyrarskóla

Þar sem viðtalsdagar eru nýafstaðnir langar okkur stjórnendur að heyra af ykkar upplifun af foreldraviðtali og/eða menntabúðum og svo hópspjalli á unglingastigi eftir því sem við á. Við viljum þróa okkur á þessum vettvangi og koma sem best til móts við þarfir foreldra og nýta tímann á skilvirkan hátt.

Með því að smella á meðfylgjandi tengil opnast könnun sem við biðjum ykkur um að svara.

Smellið hér til að taka könnun