Lestrarþema tileinkað Astrid Lindgren lauk í dag


Í dag, föstudaginn 16. nóvember lauk 2 vikna lestrarþema sem læsisnefnd skólans efndi til. Þemað var tileinkað rithöfundinum Astrid Lindgren og sögum hennar. Nemendur kynntu sér sögunar hennar og unnu með nokkrar þeirra. Allir bekkir skreyttu hurðirnar að stofunum sínum, en blásið var til samkeppni um best skreyttu hurðina. Óhætt er að segja að mikil vinna og metnaður hafi verið lagður í skreytingarnar. Hér til hliðar má sjá hurðarskreytingu 3. bekkjar, en bar hún sigur úr býtum í samkeppninni sem sannarlega var hörð.

Jólabingó foreldrafélagsins / christmas bingo in Oddeyrarskóli


Laugardaginn 17. nóvember verður hið árlega jólabingó Foreldrafélags Oddeyrarskóla haldið. Herlegheitin byrja kl 14:00 og standa til ca kl. 17:00 og vinningarnir eru stórglæsilegir.

Spjaldið kostar 500 kr. fyrir hlé en 250 kr. eftir hlé.
10. bekkur verður með kaffisölu í hléi.

Við bendum fólki á að mæta tímanlega þar sem það er takmarkaður sætafjöldi.
Enginn posi er á staðnum.

———

On Saturday the 17th of November from 2pm to 5pm our yearly Christmas bingo will be held at Oddeyrarskóli. Grand prizes! The bingo card costs 500 kr. before the break and 250 kr. after.
The 10th grade will be selling coffee and waffles in the break.

We recommend you show up early as there are limited seats.
Cash only, we will not be able to take cards.

Hvað er á döfinni í Oddó?

Tilkynna um einelti eða grun um einelti