Eldri fréttir

Félagsmiðstöðin Stjörnuríki

gral
gral

Oddeyrarskóli hlýtur veglegan styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Fimmtudaginn 30. júní barst skólanum svohljóðandi póstur frá Forriturum framtíðarinnar:Forritarar framtíðarinnar - logo

„Það gleður mig að tilkynna ykkur að Oddeyrarskóli hefur hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Styrkurinn felst í framhaldsþjálfun á kennurum í forritun á vegum Skema að verðmæti 330.000 kr.  auk þess sem skólinn fær afhentar 20 tölvur frá sjóðnum.“

Metnaðarfullir kennarar skólans hafa unnið ötullega að því að auka veg náms nemenda í upplýsingatækni og ljóst er að þetta ávöxtur þessa framsækna starfs. Skólinn hlaut á síðasta ári styrk til endurmenntunar kennara hjá Skema og hafa kennarar í kjölfar þess náms verið mjög áhugasamir og drífandi að gefa nemendum kost á að stunda nám í forritun. Þetta eru því dásamleg gleðitíðindi þar sem kennarar hafa sýnt því mikinn áhuga að halda áfram að leggja rækt við nám í forritun í skólanum og aðgangur nemenda að tölvubúnaði hefur verið af heldur skornum skammti til að koma því við með góðu móti.

Þessi styrkur veitir okkur enn meiri innblástur og munum við af metnaði gera nám í forritun og annari upplýsingatækni meira undir höfði.

Við þökkum Forriturum framtíðarinnar innilega fyrir þennan veglega styrk!

Hér má sjá frétt á heimasíðu Forritara framtíðarinnar um styrkinn.

Vorskýrsla skólaársins 2015-2016

logo -stafalaustNú þegar skólaárið 2015-2016 er liðið hafa stjórnendur og innra mats teymi tekið saman skýrslu sem felur í sér lýsingu og mat á skólaárinu.

Skýrslunni er ætlað að gefa yfirlit yfir helstu þætti skólastarfs skólaársins, en hún byggir á ígrundun og mati margra aðila innan skólans. Við mat á skólastarfinu er stuðst við ýmsar niðurstöður kannana, s.s. niðurstöður foreldra- og nemendakannana Skólapúlsins, svo og starfsmannakönnunar Skólapúlsins sem lögð er fyrir ár hvert. Einnig byggir matið á SVOT greiningum sem eru lagðar reglulega fyrir starfsmannahópinn, netkönnunum og skólaþingi nemenda. Ekki er gerð grein fyrir öllum þáttum skólastarfsins hvert ár en fjallað er um helstu áhersluþætti. Unnin hefur verið umbótaáætlun út frá niðurstöðum þessarar vorskýrslu. Hún verður borin undir fyrsta kennarafund í ágúst til umræðu og samþykktar og en verður síðan birt á heimasíðu skólans. Vorskýrsluna er að finna undir flipanum starfshættir.

Jafnframt hefur Helga Hauksdóttir kennsluráðgjafi vegna íslensku sem annars máls hjá Skóladeild Akureyrar tekið saman skýrslu um verkefni sín og hvetjum við alla til að lesa hana. Hana má finna hér.

Að lokum óskum við öllum alls hins besta í sumarfríinu. Stjórnendur og húsvörður koma aftur til starfa eftir sumarleyfi mánudaginn 8. ágúst og hægt og bítandi fjölgar í húsinu þar til skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst.

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2016-17

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2016-17 eru komnir á hér á heimasíðu skólans. Skólinn sér um innkaup á námsgögnum fyrir 1. -4. bekk og þurfa þeir foreldrar/forráðamenn sem nýta sér það ekkert að versla nema skólatösku, pennaveski ef vill og hafa sund- og íþróttaföt tiltæk.

Lestrarhvatning skilar árangri

læsi er lykillinn-logoEins og flestir hafa orðið varir við hafa nemendur Oddeyrarskóla unnið hörðum höndum að því í vetur að ná árangri í öllu námi sínu.

Vel hefur verið fylgst með og nemendur hvattir áfram í lestrinum og . . . → Lesa..

Krakkakosningar á miðstigi

20160602_092002 20160602_100336 20160602_100248 20160602_095430 . . . → Lesa..

Læsissáttmáli

læsiMennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra innsigluðu með samningi í janúar sl. samkomulag um læsissáttmála fyrir foreldra. Áður hafði Þjóðarsáttmáli um læsi verið undirritaður af mennta- og menningarmálaráðherra, fulltrúum sveitarfélaga og Heimilis og skóla í öllum sveitarfélögum landsins. Með . . . → Lesa..

Síðustu skóladagarnir

20160601_110420Þessa vikuna er búið að vera mikið um að vera hjá nemendum. Á mánudaginn var farið í sund og í ratleik. Í gær var farið í mismundandi útivist hjá flestum bekkjum. Í dag miðvikud. voru ODDÓleikarnir haldnir, farið var alls konar leiki á . . . → Lesa..

Viðurkenningar skólanefndar í Hofi 1. júní 2016

FullSizeRenderSíðdegis í dag fór fram samkoma í Hofi þar sem veittar voru viðurkenningar skólanefndar. Árlega eru veittar viðurkenningar til nemenda sem hafa á einhvern hátt skarað fram úr í skólum bæjarins og einnig eru veittar viðurkenningar fyrir verkefni eða starfshætti í leik- og . . . → Lesa..

4. bekkur óvissuferð

IMG_2059IMG_2089Þriðjudaginn 31. maí fór 4. bekkur í óvissuferð/útskriftarferð en þau eru einmitt að útskrifast af yngstastigi :) Við tókum strætó langleiðina upp í hesthúsahverfi en þar tók . . . → Lesa..

5. bekkur í Hrísey

5. bekkur Hrísey 5. bekkur Hrísey 25. bekkur Hrísey 3 . . . → Lesa..