UNICEF hlaupið

Kæru nemendur Oddeyrarskóla, hér eru stutt skilaboð frá UNICEF hreyfingunni:

Takk kærlega fyrir samstarfið í ár! í heildina söfnuðu börn í Oddeyrarskóla 181.626 krónum! Það er virkilega vel gert! Þetta mun nýtast UNICEF víðsvegar um heiminn í þeim tilgangi að uppfylla grundvallarmannréttindi barna. 

Með þessari upphæð verður til dæmis hægt að

 • Kaupa 282.000 vatnshreinsitöflur, en
  með þeim er hægt að hreinsa yfir 1.4 milljón lítra af ódrykkjarhæfu
  vatni og gera öruggt til þess að drekka eða nota í matargerð og fl. 
 • Kaupa
  yfir 8.000 skammta af bóluefni gegn mænusótt
 • Kaupa yfir
  3.352 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki, nóg til þess að
  veita a.m.k. tólf lífshættulega vannærðum börnum þrjá mánuði af allri
  þeirri næringu sem þau þurfa til þess að ná heilbrigðri þyngd. 

Skólaslit Oddeyrarskóla

Oddeyrarskóla verður slitið á morgun, þriðjudaginn 4. júní 2019.

Skólaslit 1. – 7. bekkjar verða á sal kl. 13:00 og eru allir foreldrar velkomnir.

Skólaslit 8. -10. bekkjar og útskrift 10. bekkjar nema verður á sal kl. 17:00.

Að þeirri athöfn lokinni er nemendum 10. bekkjar og fjölskyldum þeirra boðið í kaffi með starfsfólki skólans.