Skýrslur og mat á skólastarfi

Í Oddeyrarskóla er starfandi teymi, gæðaráð,  sem heldur utan um innra mat á skólastarfinu og gerð umbótaáætlana. Mat á starfi skóla hefur þann tilgang að tryggja að réttindi barna séu virt og þau fái þá menntun og þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum. Markmið matsins er að veita upplýsingar um skólastarfið og hvernig það þróast. Markmið mats er einnig að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við lög og að auka gæði skólastarf og stuðla að umbótum. Á hverju sumri eru birtar vorskýrslur skólans, sem innihalda helstu upplýsingar er varða liðið skólaár og mat á skólastarfinu.

Innra mat

Á hverju skólaári er ákveðinn þáttur sem liggur til grundvallar innra mati, s.s. hvernig innra matið sjálft virkar, nám og kennsla og stjórnun og fagleg forysta. Þess utan eru metnir valdir þættir úr sýn og stefnu skólans ár hvert ásamt því að unnið er með umbótaáætlun frá skólaárinu á undan og svo lagt mat á hvernig til tókst.

Skólinn vinnur að innra mati á hverju ári og er skýrsla unnin að vori sem byggir á áherslum skólans og því mati sem unnið er á skólaárinu. Gagnasöfnun fer fram í gegnum Skólapúlsinn sem aflar upplýsinga frá nemendum, foreldrum og starfsmönnum og SVÓT greiningar á viðburðum og starfi. Kannanir eru lagðar fyrir innan skólans og starfsmannakönnun Akureyrarbæjar gefur mikilvægar upplýsingar, sem og starfsmannasamtöl. Jafnframt er haldið skólaþing á hverju skólaári til að fá álit nemenda á ýmsum þáttum í skólastarfinu.

Hluti af innra mati er að rýna í árangur nemenda og framfarir. Það er gert með ýmsu móti, hæfni nemenda er metin reglulega og niðurstöður birtar á hæfnikorti. Einnig er rýnt í niðurstöður skimana og prófa með það fyrir augum að bæta kennslu og auka árangur allra nemenda.

Gæðahandbók Akureyrarbæjar

Menntastefna Akureyrar var uppfærð árið 2020 og gildir til ársins 2025. Þar má m.a. finna ítarlega gæðahandbók í vinnslu – hér

Umbótastarf

Skólinn gerir reglulega umbótaáætlun sem tekur á því sem fram kemur í innra mati. Áætlunin tekur til eins skólaárs og eru þar tilgreindir þeir þættir sem setja þarf aukinn kraft í til að tryggja gæði skólastarfs. 

Vorskýrslur

Samræmd próf

Skólapúlsinn – Foreldrakannanir

Skólapúlsinn – Nemendakannanir

Skólapúlsinn – Starfsmannakannanir

SET-listar

Íslenska æskulýðsrannsóknin

Síðast uppfært 29.06 2023