Oddeyrarskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst. Allir nemendur í 2. – 10. bekk mæta á sal skólans kl. 9:00. Nemendur í 1. bekk eru einnig velkomnir. Þar verður stutt ávarp skólastjóra en nemendur fara síðan með sínum umsjónarkennara í heimastofur. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.
Kæru nemendur Oddeyrarskóla, hér eru stutt skilaboð frá UNICEF hreyfingunni:
Takk kærlega fyrir samstarfið í ár! í heildina söfnuðu börn í Oddeyrarskóla 181.626 krónum! Það er virkilega vel gert! Þetta mun nýtast UNICEF víðsvegar um heiminn í þeim tilgangi að uppfylla grundvallarmannréttindi barna.
Með þessari upphæð verður til dæmis hægt að
Kaupa 282.000 vatnshreinsitöflur, en
með þeim er hægt að hreinsa yfir 1.4 milljón lítra af ódrykkjarhæfu
vatni og gera öruggt til þess að drekka eða nota í matargerð og fl.
Kaupa
yfir 8.000 skammta af bóluefni gegn mænusótt
Kaupa yfir
3.352 skammta af vítamínbættu jarðhnetumauki, nóg til þess að
veita a.m.k. tólf lífshættulega vannærðum börnum þrjá mánuði af allri
þeirri næringu sem þau þurfa til þess að ná heilbrigðri þyngd.
Á hverju ári veitir fræðsluráð viðurkenningar til nemenda og starfsfólks skóla fyrir framúrskarandi vinnu við nám og félagsstörf eða frumkvöðlastarf á sínu sviði. Að þessu sinni fengu tveir nemendur Oddeyrarskóla viðurkenningar, þær Oliwia Moranska í 9. bekk og Birta Ósk Þórólfsdóttir í 10. bekk. Birta var á skólaferðalagi þegar afhending fór fram en foreldrar hennar tóku við viðurkenningunni. Við óskum þeim báðum hjartanlega til hamingju.
Úrslitakeppni Skólaleikanna var haldin í Síðuskóla síðasta föstudag. Þar öttu kappi nemendur úr grunnskólum Akureyrar í hinum ýmsu tölvuleikjum. Oliwia Moranska úr Oddeyrarskóla gerði sér lítið fyrir og sigraði í T-Rex runner með yfirburðum. Hún náði 39.199 stigum sem er rúmlega þrefallt fleiri stig en næsti keppandi náði, ótrúlegur árangur.
Einnig náðu þeir Jóhannes Ísfjörð Jónsson og Ólafur Helgi Erlendsson góðum árangri í FIFA19 og enduðu í 2. sæti í keppninni. Óskar Óðinn Sigtryggsson og Steinar Bragi Laxdal Steinarsson náðu 3.-4. sæti NBA2K19 og Róbert Alexander Geirsson og Óli Þór Hauksson urðu í 5. sæti í Rocket League. Glæsilegur árangur hjá okkar krökkum.
Oliwia Moranska T-Rex runner meistari Akureyrar Jóhannes og Ólafur Helgi, FIFA19 meistarar Oddeyrarskóla (Away) Óskar og Steinar, NBA2K19 meistarar Oddeyrarskóla Óli og Róbert, Rocket League meistarar Oddeyrarskóla
Í gær tóku nemendur Oddeyrarskóla þátt í UNICEF- hreyfingunni. En í mörg undanfarin ár hafa nemendur tekið þátt í áheitahlaupi til stryktar UNICEF. Hlaupið var í logni og blíðu eins og þessar myndir bera með sér. Markmiðið með UNICEF hreyfingunni er að fræða börn um réttindi í Barnasáttmálanum og virkja þau til samstöðu með jafnöldurum sínum um allan heim.
Haustið 2017 stóð Akureyrabær í fyrsta sinn fyrir „skólaleik“. Um er að ræða tveggja vikna aðlögunartímabil leikskólanemenda að grunnskólanum sínum. Þar sem nemendur eru í flestum tilvikum að koma úr fleiri en einum leikskólum bæjarins er lögð megináhersla á að börnin kynnist innbyrðis ásamt því að þau kynnist skólahúsnæðinu, matsalnum, frístundinni, útisvæðinu o.fl.
„Skólaleikur“ er starfræktur í tvær vikur og hefst á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi. Opnunartíminn er frá kl. 7.45 – 16.15 og býðst foreldrum að velja um tvö tímabil frá 12. – 19. ágúst (6 dagar) eða alla 10 dagana þ.e. 6. – 19. ágúst að báðum dögum meðtöldum.
Gert er ráð fyrir að börnin ljúki leikskólagöngu sinni um sumarlokun leikskóla og stendur til boða að hefja „skólaleik“ í grunnskólanum sínum þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi*. Þeir foreldrar sem þurfa nauðsynlega á leikskóla að halda að loknu sumarleyfi leikskólans og fram að „skólaleik“, eru beðnir að snúa sér til skólastjóra leikskólans með óskir sínar.
Gjaldskrá fyrir „skólaleik“ er hin sama og í leikskóla og eru gjöldin innheimt með sambærilegum hætti og leikskólagjöld.
Vinsamlega athugið að eftir sem áður þurfa þeir foreldrar sem óska eftir frístund fyrir börn sín yfir vetrartímann, að sækja um það sérstaklega á umsóknareyðublaði fyrir grunnskóla.
*Verslunarmannahelgi er fyrsta helgi ágústmánaðar. Mánudagurinn eftir verslunarmannahelgi er almennur frídagur.
Þeir Jóhannes Ísfjörð, Óskar Óðinn og Steinar Bragi, nemendur í 10. bekk Oddeyrarskóla tóku þátt í Siljunni. Strákarnir hömpuðu 3. sætinu fyrir myndband sem þeir gerðu um bókina Elmar fer í göngutúr. Umsögnin sem þeir fengu fyrir myndbandið var: Mjög sniðugt, frumlega leyst og vel teiknað. Skemmtileg notkun á teikningum í anda bókarinnar.
Siljan er myndbandasamkeppni Barnabókaseturs Íslands fyrir grunnskólanemendur. Markmið keppninnar er að auka áhuga barna og unglinga á bóklestri. Keppt er í tveimur flokkum, 5. – 7. bekk og 8. – 10. bekk. Siljan er opin nemendum í öllum skólum landsins og er keppnin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Við óskum þeim Óskari, Jóhannesi og Steinari Braga innilega til hamingju með flottan árangur!
Hér má sjá mynband strákanna:
Vafraköku stillingar
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir eða hafna notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.
Nauðsynlegar kökur
Always active
Nauðsynlegar kökur tryggja eðlilega virkni og öryggi tenginga.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Tölfræðikökur
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.Tölfræðikökur þessar kökur aðstoða aðstandendur vefsvæðisins að skilja hvernig notendur upp til hópa haga sér á vefsvæðinu.
Markaðskökur
Markaðskökur eru notaðar til að fylgja notendum milli vefsvæða. Markmið þeirra er fyrst og fremst að sýna notendum auglýsingaefni sem líklega hefur vægi fyrir notendann.