Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN

Í tilefni af vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL sem er nú haldið í sjötta sinn, eru börn og fullorðnir hvattir til að klæðast bláu þriðjudaginn 2. apríl til að sýna einhverfum stuðning og samtöðu. Undanfarin ár hafa margir brugðið á það ráð að birta myndir á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #blarapril sem hefur lífgað upp á daginn og hjálpað til við að breiða út boðskapinn

Er einhver í þínum skóla sem á skilið að fá Viðurkenningu fræðsluráðs!

Frá árinu 2010 hefur fræðsluráð veitt þeim sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar við hátíðlega athöfn. Viðurkenningarnar eru í tveimur flokkum, þ.e. nemendur og skólar/starfsfólk.

Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur.

Tilnefna má nýbreytniverkefni um hvaðeina í skólastarfi sem unnið hefur verið að á yfirstandandi skólaári, nemendavinnu, vinnu hópa eða einstaklinga, upplýsingamiðlun (s.s. heimasíður og fréttabréf), stefnumótun og skipulag, starf eins kennara eða samvinnu þeirra, verkefni í almennri kennslu, sérgreinum eða sérkennslu, framlag starfsfólks skólans, forvarnarstarf, félagsstarf, foreldrasamstarf o.s.frv.

Allir sem þekkja til skólasamfélagsins geta tilnefnt. Tilnefningar þurfa að berast fyrir lok föstudagsins 12. apríl nk.

Til að tilnefna, þá ferð þú á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/thjonusta/menntun/vidurkenning-skolanefndar en þar er einnig að finna frekari upplýsingar um viðburðinn.

You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂

Skemmtilegir smiðjudagar að baki

Smiðjudagar voru hér í Oddeyrarskóla í dag og í gær. Að þessu sinni var ákveðið að dagarnir einkenndust af áherslum skólans, þ.e. upplýsingatækni, heilsueflingu, læsi og geðrækt.

Nemendum var skipt í hópa sem voru blandaðir af hverju stigi fyrir sig og fóru á þessum tveimur dögum á milli níu 40 mínútna stöðva. Á stöðvunum voru nemendur að forrita, gera vísindatilraunir, taka þátt í ýmiss konar samskiptaleikjum, læra um jákvæðar hugsanir, teikna myndir við ljóð, búa til kappakstursbíla í tæknilegó, skapa tónlist í tölvum, gera núvitundaræfingar o.fl.

Við erum gríðarlega ánægð eftir þessa daga, nemendur voru glaðir og duglegir og það gleður okkur öll!

You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂

Nýjar skóflur og mannbroddar

Formaður foreldrafélagsins, Unnur Vébjörnsdóttir, kom færandi hendi í dag. Fyrir hönd félagsins afhenti hún skóflur sem hægt er að nýta í útikennslu með börnunum og um leið fengu þau mannbrodda til að nota í gönguferðir þegar hált er úti. Við þökkum kærlega fyrir og hlökkum til að nýta þessar góðu gjafir.

Smiðjuhópur í fjöruferð

Þessi flotti hópur úr 1. og 2. bekk fóru með smiðjukennaranum sínum, henni Freydísi, í gönguferð niður í fjöru. Á vegi þeirra varð töluvert magn af rusli. Að sjálfsögðu lögðu þau sitt af mörkum til að fegra bæinn okkar og fjöruna með því að tína það upp sem á vegi þeirra varð.

Öskudagsball

ÖMánudaginn 4. mars halda nemendur í 10. bekk öskudagsball í Oddeyrarskóla.

Böllin eru liður í fjáröflun fyrir skólaferðalag.

Allir nemendur eru velkomnir í sínum búningum.

Ball fyrir 1. – 4.  bekk verður 17:00 – 18:30

Ball fyrir 5. – 7. bekk verður 19:00 – 20:30

Það kostar 500 kr. inn á ballið og það verður sjoppa á staðnum.

Nemendur í 10. bekk

Nýr salatbar tekinn í notkun

Í dögunum tókum við í notkun nýjan salatbar í Oddeyrarskóla. Þetta er mikið fagnaðarefni þar sem möguleikar okkar aukast á að bjóða upp á fjölbreyttan og hollan mat fyrir nemendur og starfsfólk. Við erum afar ánægð með þessa nýjung. Á myndinni má sjá þær Ágústu og Mörtu starfsmenn eldhúss og tvo nemendur í 3. bekk.

ATH: Skíðadagur á föstudag

Það er góð spá fyrir morgundaginn og því gerum við enn eina tilraun til að fara í fjallið. Skipulag með sama sniði og upphaflega var áætlað.

Skíðadegi frestað til miðvikudags

Veðurútlitið er ekki gott í Hlíðarfjalli í fyrramálið og því frestum við skíðadeginum okkar fram á miðvikudag.

You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂