Árshátíð Oddeyrarskóla verður haldin föstudaginn 25. og laugardaginn 26. janúar.
Hér er árshátíðartengjan og biðjum við alla aðstandendur nemenda um að kynna sér hana vel.
Árshátíð Oddeyrarskóla verður haldin föstudaginn 25. og laugardaginn 26. janúar.
Hér er árshátíðartengjan og biðjum við alla aðstandendur nemenda um að kynna sér hana vel.
Matseðill fyrir febrúar er kominn inn á heimasíðuna.
Eldri matseðla og upplýsingar um Matartorg má finna hér.
Þar sem spáð er töluverðum vindhraða i nótt og á morgun, ásamt því að gul viðvörun er í gildi, vekjum við athygli forráðamanna á verklagsreglum sviðstjóra fræðslusviðs vegna óveðurs eða ófærðar.
Verklagsreglurnar má finna hér.
Úr verklagsreglum:
Ef veður eða færð er með þeim hætti að morgni að lögregla mælir með því að skólahald verði fellt niður, er brugðist við því. Þá fellur niður allt formlegt skólahald í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, samkvæmt tilmælum lögreglu.
Sviðsstjóri fræðslusviðs er í slíkum tilvikum í sambandi við lögreglu að morgni og kemur tilkynningu í RÚV og Bylgjuna um að kennsla sé felld niður í leik- og grunnskólum á Akureyri. Er þá gert ráð fyrir því að fyrsta tilkynning sé birt kl. 7.00 að morgni.
Ábyrgð foreldra
Almennt þegar vond vetrarveður ganga yfir verða foreldrar ávallt að meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann ef ekki hefur komið tilkynning frá lögreglu um að skólahald skuli falla niður. Í hverjum skóla er alltaf einhver hluti starfsmanna mættur til að taka á móti þeim börnum sem kunna að mæta, ef upplýsingar um lokun að tilmælum lögreglu hafa ekki náð til foreldra að morgni. Sé barn heima vegna veðurs eða ófærðar þarf að tilkynna það í sms/síma eða með tölvupósti.
Ábyrgð skólayfirvalda
Af öryggisástæðum er hver skóli ábyrgur fyrir því að stjórnandi/starfsmaður sé kominn í skólann að morgni fyrir skólabyrjun ef vera skyldi að einhverjir mættu. Þeir eru þá upplýstir um að skólahald falli niður og nemendur/leikskólabörn skuli vera heima. Tryggja skal öryggi ungra grunnskólabarna, að þau séu ekki send ein heim aftur heldur tryggt að ábyrgðaraðili sæki. Af öryggisástæðum verða einhverjir að vera í húsi til kl. 10:00.
Í dag kom Alda Karen Hjaltalín, fyrrverandi nemandi í Oddeyrarskóla til okkar og hélt fyrirlestur fyrir nemendur í 8. -10. bekk. Hún var með ráð til unglinganna um það hvernig þeir geti haft áhrif á líf sitt og tekist á við hugsanir sínar. Hún benti þeim m.a. á að þeir þyrftu að vera sínir eigin bestu vinir og að þeir séu nóg eins og þeir eru núna á þessari stundu. Í lokin fengu nokkrir nemendur að prófa sýndarveruleikagleraugu.
Eftir hádegi mætti Alda Karen síðan á starfsmannafund og sagði frá því sem hún er að fást við.
Við þökkum Öldu Karen kærlega fyrir heimsóknina – alltaf gaman þegar fyrrverandi nemendur sýna okkur ræktarsemi.
Flest börn sýna erfiða hegðun á einhverjum tímapunkti, en oftast gengur það tímabil yfir. Þegar svo er ekki þurfa foreldrar oft á tíðum aðstoð, einkum þegar samskipti barnsins innan fjölskyldunnar, í skólanum eða annars staðar í umhverfinu eru orðin neikvæð. Í PMTO styðjandi foreldrafærni er lögð áhersla á vinnu með foreldrum þar sem þeir eru mikilvægustu kennarar barna sinna.
PMTO þjónusta er í boði fyrir fjölskyldur og fagfólk á Akureyri. Einstaklingsmeðferð fyrir foreldra er veitt með reglubundnum hætti á skrifstofu meðferðaraðila. Meðferðaraðili kemur á heimili ef um sérstakar aðstæður er að ræða og ef óskað er eftir því sérstaklega.
Til að komast á PMTO foreldranámskeið geta foreldra óskað eftir því að skóli barnsins eða félagsráðgjafar á fjölskyldudeild hafi milligöngu með umsókn eða haft samband við verkefnastjóra PMTO á skóladeild Akureyrar í síma 460 1455.
Upplýsingaplagg um PMTO á Akureyri
Læsi barna er samvinnuverkefni. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að eiga daglega lestrarstund til loka grunnskóla. Foreldrar og aðstandendur verða að vera virkir í læsisuppeldi barna sinna og fylgjast með framvindu og árangri í lestrarfærni. 15 mínútur á dag geta gert gæfumuninn til að viðhalda lestrarfærni. Eigum við ekki öll korter til að hlusta á börnin okkar lesa?
Heimasíða Lesum meira verkefnisins.
Kæru nemendur og forráðamenn!
Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir samstarf og samveru á liðnu ári.
Skólastarf hefst á ný í Oddeyrarskóla á morgun, fimmtudaginn 3. janúar 2019.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Í dag voru litlu-jól nemenda haldin hátíðleg.
Við sungum jólalög og dönsuðum í kringum jólatré á sal skólans við undirleik Ívans Mendez. Óvæntir
gestir komu í heimsókn (með miklum látum reyndar), en það voru þeir Giljagaur og Stekkjarstaur.
Sjá má sýnishorn frá deginum á meðfylgjandi myndum.
Starfsfólk Oddeyrarskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegrar jólahátíðar og gleðilegs nýs árs. Við þökkum gott samstarf á árinu sem er að líða og hlökkum til endurfunda á nýju ári.
Í dag, miðvikudaginn 12. desember, héldum við jólafjölgreindardag. Nemendur voru í aldursblönduðum
hópum allt frá 1. – 10. bekk og fóru á milli stöðva þar sem þau unnu ýmis jólatengd verkefni. Hver hópur fór á fimm stöðvar. Á einni stöðinni skáru nemendur út laufabrauð sem þeir gátu snætt með hátíðarmatnum sem boðið er uppá í mötuneytinu. Á öðrum stöðvum voru leikir og föndur og virtust allir una sér vel.
Hér eru nokkrar myndir frá deginum.
Í valgreininni fjármálalæsi í Oddeyrarskóla höfum við í haust unnið nokkur skemmtileg verkefni.
Fyrsta verkefnið sem við unnum var að skoða verð á Glerártorgi. Allir nemendur völdu sér eina dýra vöru, t.d. tölvu og sjónvarp. Við reiknuðum svo út hvað það kostaði að kaupa vöruna með því að taka lán fyrir vörunni t.d. með Netgíró og Pei. Niðurstaðan var sú að kostnaður við að kaupa vöruna með afborgunum var allt frá 13% – 25%. Við reiknuðum einnig hversu miklu munaði að kaupa vörur í litlum eða stórum umbúðum. Í öllum tilfellum var hagstæðara að kaupa meira magn, t.d. kostaði ½ líter af mjólk 130 kr. og 1 líter 212 kr. Þannig munaði 48 krónur á sama magni.
Hópurinn fór á tvær bílasölur og valdi sér álitlegan bíl til að ,,kaupa”. Nemendur reiknuðu út hvað það kostar að taka bílalán og hve mikil útborgun ætti að vera. Allir settu upp ársyfirlit sem sýndi hvað kostaði að eiga og reka bílinn í heilt ár. Flestum kom að óvart hvað það var dýrt að reka bílinn. Ekki var nóg að geta staðið við útborgun eða afborganir. Nemendur flettu upp á kostnaði, t.d. við umfelgun, smurningu, tryggingar, viðhald, dekk, bifreiðargjöld o.s.frv.
Eitt af verkefnum vetrarins var að búa til áætlun til að safna peningum og settu nemendur sér markmið og upphæð til að leggja fyrir mánaðarlega. Þannig var verkefnið sett upp í töflureikni og nemendur fundu ársvexti og reiknuðu hvað færi há upphæð í fjármagnstekjuskatt.
Við erum einnig að fylgjast með verðþróun á ákveðnum vörum í matvöruverslun og berum saman verð í ágúst og desember. Niðurstöður af þeirri könnun benda ekki til verðhækkana. Nemendur hafa líka fylgst með verði á bensíni og olíu við höfum notað handhæga síðu á netinu sem heitir gsmbensin.is. Þannig höfum við séð að einn lítri af bensíni hefur hækkað um nokkrar krónur, líklega vegna þess að gengi íslenskrar krónu hefur lækkað gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Í flestum verkefnum studdist hópurinn við bókina Fyrstu skrefin í fjármálum eftir Gunnar Baldvinsson sem skólinn fékk að gjöf. Með bókunum fylgdu spil með hugtökum sem tengjast fjármálum og fjármálalæsi sem við höfum notað mikið. Í lokin settum við helstu hugtök upp í Quizlet sem var góð tilbreyting.
Nemendur í fjármálalæsi í Oddeyrarskóla og María Aðalsteinsdóttir, kennari