Hæfileikakeppni Oddeyrarskóla haldin föstudaginn 6. desember

Hæfileikakeppni Oddeyrarskóla 2013nr32

Sigurvegarar hæfileikakeppninnar í ár

Nemendaráð Oddeyrarskóla stóð fyrir hæfileikakeppni fyrir alla nemendur skólans síðastliðinn föstudag, 6. desember.

Margir tóku þátt og komu keppendur frá 1. – 10. bekk. Atriðin voru eins og gefur að skilja af ýmsum toga, t.d. fengum við að njóta söngs, fimleika, brandara, tónlistarflutnings, töfrabragða og fleiri skemmtilegra atriða.

Sigurvegarar keppninnar að þessu sinni voru Örn Sigurvinsson í 2. bekk sem sýndi töfrabrögð og Ólöf Inga Birgisdóttir 10. bekk sem var með uppistand. Við óskum þeim innilega til hamingju með flotta frammistöðu!

Við áttum frábæra samverustund í sal skólans og þökkum nemendaráðinu og öllum keppendum og áhorfendum fyrir sitt framlag.

Vonandi er þessi hæfileikakeppni komin til að vera því nemendur Oddeyrarskóla hafa svo sannarlega ýmislegt fram að færa. Myndir frá hæfileikakeppninni eru komnar á myndasíðu skólans.

Kveðja frá Særúnu kennaranema

7. bekkur

Smellið á myndina til að sjá hana stærri

Síðastliðin föstudag lauk ég mikilvægum áfanga í kennaranáminu, æfingakennslunni. Það hefur verið einstaklega ljúft og lærdómsríkt að vera nemi hér í Oddeyrarskóla og það er með söknuði sem ég kveð ykkur öll og sérstaklega þennan flotta hóp nemenda í 7. bekk.

Bestu kveðjur Særún

 

7. bekkur heimsótti félagsmiðstöðina Tróju í Rósenborg

IMG_2137 Fyrr í haust fengu nemendur 7. bekkjar starfsmann frá félagsmiðstöðinni Tróju í heimsókn. Hann kynnti þeim starfsemina og bauð nemendur 7. bekkjar sérstaklega velkomna í félagsmiðstöðina á miðvikudögum. Með það fyrir augum að fræðast nánar um starfsemina í félagsmiðstöðinni þá skelltu nemendur sér í heimsókn í dag. Vel var tekið á móti nemendum og skemmtu þeir sér vel. Margir töluðu um að vera duglegir að mæta á opið hús framvegis. Hægt er að skoða myndir frá heimsókninni á myndasíðu skólans. 

BINGÓ – BINGÓ

bingo-mdÍ dag, fimmtudaginn 21. nóvember standa nemendur í 10. bekk fyrir Bingói í íþróttasal skólans.

Bingóið hefst kl. 18:00. Spjaldið kostar 500 krónur og eru vinningar ekki af verri endanum.

Nemendur munu selja pylsur og gos á 300 krónur í hléinu.

Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar en stefnt er að því að fara í ógleymanlega útskriftarferð í skólalok 🙂

Heimsókn í fimleikahúsið

IMG_2794

Nemendur 2. bekkjar í gryfjunni í fimleikahúsi Giljaskóla

Í gær fór 2. bekkur með kennurum í heimsókn í fimleikahúsið við Giljaskóla.

Fimleikafélagið bauð nemendum 2. bekkjar í þessa heimsókn til að kynnast húsinu og aðstöðunni þar. Heimsóknin var afar vel heppnuð og börnin til fyrirmyndar.

Hægt er að skoða myndir á myndasíðu skólans.

Ella umferðartröll

Ella umferðartröllÍ dag fengu nemendur í 1. og 2. bekk að horfa á leiksýninguna Emmu umferðartröll. Leikarar voru þrír og byggist sýningin á fræðslu á umferðarreglum.

Leiksýningin var vel heppnuð og nemendur voru sjálfum sér og skólanum til sóma. Þeir fengu endurskinsmerki að gjöf og var um leið bent á heimasíðu sýningarinnar emmaumferdartoll.is sem hefur m.a. að geyma myndir af persónunum sem hægt er að prenta úr og lita.

Myndir frá sýningunni eru á myndasíðu skólans.

Dagur íslenskrar tungu – fréttir af unglingastigi

jonas_hallgrimssonDagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á unglingastiginu í dag.

Nemendur í 8. bekk fóru í Brekkuskóla og nemendur í 9. bekk fóru í Síðuskóla, þar sem þeir héldu ræður um hin ýmsu málefni.  Það er skemmst frá því að segja að kennarar voru hæstánægðir með sitt fólk. Það stóð sig með mikilli prýði.

Nemendur í 10. bekk fóru upp í háskóla þar sem haldin var hátíðardagskrá í boði Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar. Ari Eldjárn var kynnir auk þess sem hann skemmti gestum á sinn einstaka hátt.  Einnig fluttu menntamálaráðherra og fulltrúi mjólkursamsölunnar ávarp. Framlag nemenda úr 10. bekk grunnskólanna á Akureyri var mjög fjölbreytt og skemmtilegt.  Nemendur úr 10. bekk Oddeyrarskóla voru sér og sínum til mikils sóma.

Menntamálaráðherra í heimsókn í tilefni af degi íslenskrar tungu

IMG_0848IMG_0859IMG_0833Í dag, föstdaginn 15. nóvember fengum við góða gesti hingað í skólann.

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson og tveir starfsmenn Menntamálaráðuneytisins komu til okkar ásamt fræðslustjóra og formanni skólanefndar Akureyrarbæjar og kynntu sér íslenskukennslu í 1.-4. bekk. Þau fengu kynningu á því hvernig unnið er í byrjendalæsi í Oddeyrarskóla og einnig sáu þau nemendur 4. bekkjar vinna íslenskuverkefni í anda aðferðarinnar „leikur að læra“. Að loknum heimsóknum í bekk spjallaði Illugi við nokkra kennara og stjórnendur skólans.

Einnig heimsótti rithöfundurinn Dagbjört Ásgeirsdóttir nemendur í 1. – 4. bekk og las úr bók sinni Gummi og dvergurinn úrilli fyrir nemendur og höfðu nemendur virkilega gaman af.

Myndir frá heimsóknunum má sjá á myndasíðu skólans, tengill hér til vinstri.