Jólakveðja frá starfsfólki Oddeyrarskóla

Ágætu nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar skólans!jólakerti_1

Um leið og við óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegrar jólahátíðar þökkum við ánægjulegar samverustundir á árinu sem er að líða.

Megi nýja árið færa ykkur gleði og frið.

Jólakveðja,

starfsfólk Oddeyrarskóla

Jólaleg lokavika

laufabrauðÍ síðustu vikunni fyrir jól er mikið um að vera. Þriðjudaginn 17. desember ætlum við öll að skera laufabrauð og steikja. Nemendur geta síðan geymt sitt laufarbauð til næsta dags því þá er jólamatur í mötuneyti skólans. Á fimmtudaginn, 19. desember bjóða nemendur í 9. bekk og foreldrafélagið okkur öllum á jólalegt kaffihús þar sem boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur. Föstudaginn 20. desember eru litlu-jól og þá hittast bekkir stutta stund í kennslustofum og svo förum við í salinn að dansa í kringum jólatréð. Það er því full ástæða til að hlakka til næstu daga 🙂

Nemendur í 3. og 4. bekk fóru í Hlíðarfjall í dag

Skíðadagur 3. og 4. bekkjarÍ dag fóru 3. og 4. bekkur á skíði í boði Skíðafélags Akureyrar og Skíðastaða. Krakkarnir fengu lánaðan búnað og gátu fengið kennslu á svigskíði, bretti og gönguskíði eftir því hvað þau völdu sér og gekk það allt saman mjög vel. Börnin fengu einnig 4 daga passa í fjallið sem þau geta notað þegar þeim hentar og geta því æft sig enn betur á skíði.

Veðrið og stemmningin var eins og best verður á kosið eins og myndirnar bera með sér og nutu allir sín mjög vel og komu alsælir til baka. Sú hugmynd kom fram meðal nemenda að hafa bara alla fimmtudaga svona skíðadaga þetta væri svo rosalega gaman 🙂

Sigurvegarar í myndasamkeppni

Haldin var myndasamkeppni hér í Oddeyrarskóla í nóvember og var þemað „jólakötturinn“. Margir skiluðu mjög flottum myndum. Skilyrðin voru að vanda vinnubrögð og gera ramma utan um myndirnar.

Dómnefnd valdi 7 myndir sem sigruðu keppnina og verða þær myndir notaðar á jólakort sem skólinn sendir frá sér nú í desember. Þeir hæfileikaríku nemendur sem áttu sigurmyndirnar eru Lára Huld Jónsdóttir í 5. bekk (tvær myndir), Vala Alvilde Berg 5. bekk, Teresa Regína Snorradóttir 7. bekk, Freyja Jóhannsdóttir 6. bekk, Róbert Aron Mikaelsson 7. bekk og Ellen Ósk Hólmarsdóttir 5. bekk.

Picture 001
Picture 006 Picture 005 Picture 004 Picture 003 Picture 002

Hæfileikakeppni Oddeyrarskóla haldin föstudaginn 6. desember

Hæfileikakeppni Oddeyrarskóla 2013nr32

Sigurvegarar hæfileikakeppninnar í ár

Nemendaráð Oddeyrarskóla stóð fyrir hæfileikakeppni fyrir alla nemendur skólans síðastliðinn föstudag, 6. desember.

Margir tóku þátt og komu keppendur frá 1. – 10. bekk. Atriðin voru eins og gefur að skilja af ýmsum toga, t.d. fengum við að njóta söngs, fimleika, brandara, tónlistarflutnings, töfrabragða og fleiri skemmtilegra atriða.

Sigurvegarar keppninnar að þessu sinni voru Örn Sigurvinsson í 2. bekk sem sýndi töfrabrögð og Ólöf Inga Birgisdóttir 10. bekk sem var með uppistand. Við óskum þeim innilega til hamingju með flotta frammistöðu!

Við áttum frábæra samverustund í sal skólans og þökkum nemendaráðinu og öllum keppendum og áhorfendum fyrir sitt framlag.

Vonandi er þessi hæfileikakeppni komin til að vera því nemendur Oddeyrarskóla hafa svo sannarlega ýmislegt fram að færa. Myndir frá hæfileikakeppninni eru komnar á myndasíðu skólans.

Kveðja frá Særúnu kennaranema

7. bekkur

Smellið á myndina til að sjá hana stærri

Síðastliðin föstudag lauk ég mikilvægum áfanga í kennaranáminu, æfingakennslunni. Það hefur verið einstaklega ljúft og lærdómsríkt að vera nemi hér í Oddeyrarskóla og það er með söknuði sem ég kveð ykkur öll og sérstaklega þennan flotta hóp nemenda í 7. bekk.

Bestu kveðjur Særún

 

7. bekkur heimsótti félagsmiðstöðina Tróju í Rósenborg

IMG_2137 Fyrr í haust fengu nemendur 7. bekkjar starfsmann frá félagsmiðstöðinni Tróju í heimsókn. Hann kynnti þeim starfsemina og bauð nemendur 7. bekkjar sérstaklega velkomna í félagsmiðstöðina á miðvikudögum. Með það fyrir augum að fræðast nánar um starfsemina í félagsmiðstöðinni þá skelltu nemendur sér í heimsókn í dag. Vel var tekið á móti nemendum og skemmtu þeir sér vel. Margir töluðu um að vera duglegir að mæta á opið hús framvegis. Hægt er að skoða myndir frá heimsókninni á myndasíðu skólans.