Ferðaskrifstofur 7. bekkjar

IMG_1833 IMG_1864 IMG_1845Undanfarnar þrjár vikur hafa nemendur í 7. bekk unnið að ferðaskrifstofuverkefni í samfélagsfræði. Verkefnið var unnið  í samvinnu við Særúnu kennaranema. Nemendur völdu sér land í Evrópu og unnu verkefni í tengslum við það. Lokaafurðin var ferðaskrifstofusýning þar sem foreldrum var boðið að koma og sjá afraksturinn. Nemendur buðu upp á ýmsar kræsingar sem tengdust löndunum sem þeir fjölluðu um.

Í boði voru draumaástir til Frakklands, æðiferð til Eistlands, skemmtiferð til Danmerkur, matarferð til Ítalíu og brúðkaupsferð til Grikklands. Fleiri myndir frá sýningunni má sjá á myndasíðu skólans (hlekkur hér til vinstri).

Tengja nóvembermánaðar

Ný tengja er komin í loftið en í henni má sjá ýmsar fréttir úr skólalífinu. Tengju nóvembermánaðar og eldri Tengjur má finna undir tenglinum Tengja.

Frammistöðumat í Mentor og viðtalsdagar

Minnum nemendur og foreldra á að fylla út frammistöðumat í Mentor fyrir mánudaginn 18. nóvember. Viðtalsdagar verða miðvikudaginn 20. nóvember og fimmtudaginn 21. nóvember.

Nemendur í 6. bekk verða með vöfflur og kaffi/djús til sölu í matsal skólans en ágóðinn fer í Reykjaferð á næsta skólaári.

Fræðslufundur fyrir foreldra um nýja aðalnámskrá á Akureyri

heimiliogskoli_logoNý aðalnámskrá boðar talsverðar breytingar og uppstokkun á starfsháttum og inntaki náms á Íslandi. Af þeim sökum standa samtökin Heimili og skóli fyrir kynningarfundum víðs vegar um landið árið 2013 þar sem foreldrum er boðið að koma og fræðast um nýja námskrá.

Á kynningunum verður farið í eftirfarandi atriði:

• Grunnþættir menntunar
• Ný og fjölbreytt vinnubrögð
• Hæfni og lykilhæfni
• Nýtt námsmat
• Skörun hæfniþrepa

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 5. nóvember kl. 18 á sal Brekkuskóla á Akureyri.

Samhliða fundunum útbúum við fjölbreytt fræðsluefni sem við birtum á vef samtakanna (www.heimiliogskoli.is/adalnamskra) og bendum á annað gagnlegt efni.

Myndirnar komnar

myndavélLjósmyndirnar sem teknar voru af nemendum í byrjun október eru komnar í skólann og tilbúnar til afhendingar.

Verðið er 4500 kr. fyrir hópmynd af bekknum í str. 20x25cm og 3 einstaklingsmyndir (1stk. 13×18 og 2 stk. 10×15 cm). Ef foreldrar eiga fleiri en tvö börn í skólanum greiða þeir aðeins fyrir tvö börn, þ.e. 9000 kr.

Myndirnar fást afhentar hjá Kristínu ritara skólans til 8. nóvember gegn greiðslu með peningum eða með því að leggja inn á reikn. 545-14-404652 kt. 190179-3549 og framvísa kvittun þegar myndir eru sóttar. Einnig má koma í skólann og skoða myndirnar áður en ákvörðun er tekin, en því miður verður ekki hægt að skoða myndirnar á netinu.

Allar nánari upplýsingar fást hjá Írisi ljósmyndara með því að senda tölvupóst á  iris@infantia.eu

Opnanir hjá félagsmiðstöðinni Tróju

Opið er í félagsmiðstöðinni Trjóju sem hér segir:

  • Mánudaga 19:30-21:30 í Tróju.Félagsmiðstöðin Trója_logo
  • Þriðjudaga 19:30-21:30 í Naustaskóla.
  • Miðvikudaga 16:30-18:30 eingöngu fyrir 7. bekkinga í Tróju.
  • Miðvikudaga 19:30-21:30 í Tróju.
  • Á fimmtudögum er klúbbakvöld frá klukkan 19:30 til 21:30.
  • Engin sérstök dagopnun er í gangi en unglingar eru alltaf velkomnir í Tróju svo framalega sem starfsmaður er á svæðinu.
  • Fyrsta þriðjudag í mánuði er opnun fyrir 5.-7. bekk frá 16:30-18:00 í Tróju og í Naustaskóla.

Á tenglinum hér til vinstri má finna nánari upplýsingar um félagsmiðstöðina Tróju.

100 miða leikurinn

100 miða stjarnanÍ dag byrjar 100 miða leikurinn en hann tengist SMT skólafærninni. Við prófuðum þennan leik í fyrra og hann vakti ánægju meðal nemenda og starfsmanna. Næstu 10 daga útdeila tveir starfsmenn á dag stjörnum til nemenda fyrir að sýna góða skólafærni. Starfsmenn hrósa nemendum jafnframt, svo þeir vita hvers vegna þeir hafa unnið til stjörnunnar. Nemendur fara síðan til ritara sem skráir tilefnið og sendir póst til foreldra. Nemendur draga einnig númer á bilinu 1-100.

Að tíu dögum liðnum fara allir nemendur á sal þar sem dregin er út ein lína, lóðrétt eða lárétt, og útvaldir fá að gera sér glaðan dag með skólastjóra.

Haustfrí

Haustfrí verður í Oddeyrarskóla föstudaginn 25. október og mánudaginn 28. október. Vonum að allir geti átt notalega daga með fjölskyldu og vinum 🙂

Hattadagur fimmtudaginn 24. október

hattur4Fimmtudaginn 24. október ætlum við að gera okkur glaðan dag og hafa hattadag hér í skólanum. Þá mega allir koma með hatt eða annað höfuðfat – endilega leyfið hugmyndafluginu að ráða för 🙂

hattur3

Nýtt viðmót í Mentor fyrir nemendur og foreldra

Á morgun mun nýtt viðmót fyrir nemendur og foreldra birtast í Mentor.

Infomentor_400px

Innskráning er sú sama og áður en vissar upplýsingar birtast ykkur með öðrum hætti. Til að nálgast gögnin eins og þau voru áður þarf aðeins að smella á Fjölskylduvef og hér fyrir neðan er stutt myndband sem sýnir ykkur í hverju breytingarnar felast.

http://www.youtube.com/watch?v=rkSNxzhnIKQ

Vonandi á ykkur eftir að líka þessi þróun á Mentor.