Nemendur í 6. bekk heimsækja menningarhúsið Hof

IMG_2542Í dag, 25. september fóru nemendur 6. bekkjar í skólaheimsókn í Hof. Þau fóru í skoðunarferð um húsið, meðal annars upp á þriðju hæð þar sem þau fengu að ganga eftir ljósarám í loftinu og svo alla leið niður í kjallara. Þau hittu snjalla gervimeistara sem sýndu börnunum töfra leikhúsgerva og fengu nemendur að taka þátt í því ferli. Ragna Fossberg, sem starfað hefur við Ríkissjónvarpið til fjölda ára, fékk nokkra sjálfboðaliða úr hópi nemenda og setti á þau skegg, hárkollu eða farðaði á ævintýralegan hátt. Þá var tæknisýning þar sem tæknimenn Hofs sýndu hvað hægt er að gera með hljóði og ljósum. Börnunum var einnig boðið upp á létta hressingu. Að lokum var töfrasýning þar sem Lalli töframaður sýndi snilldartakta og var með sýningu og kennslu á töfrabrögðum.

Frábært framtak hjá Akureyrarbæ og Menningarhúsinu Hofi, kærar þakkir fyrir okkur.

RUV fjallaði um heimsóknina í fréttatíma sínum kl. 19. Fréttin hefst á tímanum 20:25: http://ruv.is/sarpurinn/frettir/25092013-28

Fleiri myndir eru komnar á myndasíðu skólans (sjá tengil efst hér til vinstri)

Nýtt nemendaráð í Oddeyrarskóla

Nú er búið að kjósa nemendaráð í Oddeyrarskóla og hefur hópurinn fundað einu sinni.

Í nemendaráði skólaárið 2013-2014 eru Sævar og Alexandra (10. bekk), Addi og Lárus (9. bekk), Birta og Óli (8. bekk), Birgitta (7. bekk) og Óskar (6. bekk). Varamaður fyrir Birgittu er Axel og varamaður fyrir Óskar eru Björg Eva.

Jónína Margrét Guðbjartsdóttir kennari mun halda utan um nemendaráð í vetur og verða fundir að jafnaði einu sinni í mánuði.

Upplýsingar um nemendaráð og fundargerðir funda eru hér á heimasíðunni undir „Skólinn“.

Samræmd könnunarpróf

Samræmd könnunarpróf í næstu viku!

Í vikunni 23. – 27. september  eru samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk.

  • Mánudagur: 10. bekkur íslenska
  • Þriðjudagur: 10. bekkur enska
  • Miðvikudagur: 10. bekkur stærðfræði
  • Fimmtudagur: 4. og 7. bekkur íslenska
  • Föstudagur: 4. og 7. bekkur stærðfræði

Nemendur eru í skólanum skv. stundarskrá. Nemendur í 10. bekk eiga að mæta í skólann klukkan 8:00 og síðan hefjast prófin stundvíslega klukkan 8:30. Nemendur í 10. bekk eru með frjálsa mætingu í valgreinar á mánudegi og þriðjudegi en skyldumæting er á miðvikudeginum.

Norræna skólahlaupið fimmtudaginn 19. september

Norræna skólahlaupiðÁ morgun, fimmtudag, munu nemendur Oddeyrarskóla hlaupa í Norræna skólahlaupinu. Nemendur í 6. – 10. bekk hefja hlaupið kl. 10:00 en nemendur í 1. – 5. bekk hefja hlaupið kl. 10:45.

Á heimasíðu ÍSÍ kemur fram að Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984. Allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.

Með norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Einnig er leitast við að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri.

Haustkynningarfundir í Oddeyrarskóla

Á morgun verða haustkynningarfundir hjá flestum bekkjum Oddeyrarskóla og hafa foreldrar fengið boð um þá. Mikilvægt er að hver nemandi eigi fulltrúa á þessum fundum. Hlökkum til að sjá ykkur 🙂

Matartorgið opið

Nú er opið fyrir skráningu á matartorginu fyrir októbermánuð.

Hægt er að skoða matseðil októbermánaðar undir tenglinum „matseðlar“ hér fyrir ofan.

Dagur læsis

IMG_4001Í dag héldum við í Oddeyrarskóla upp á alþjóðadag læsis og sökktu nemendur og starfsfólk skólans sökkva sér í lestur bóka eða annars lesefnis kl. 10:50-11:10.

Alþjóðadagur læsis er sunnudaginn 8. september. Þá er boðið upp á lestrarvöfflur kl. 14-16 á Öldrunarheimilum Akureyrar – Hlíð og Lögmannshlíð. Þema dagsins er ungir – aldnir. Sjá nánar í meðfylgjandi viðhengi: Dagur læsis – sjálfboðaliðar

 

Leitin að grenndargralinu

Leitin að Grenndargralinu 2013 hefst föstudaginn 13. september. Að venju er Leitin í boði fyrir nemendur á unglingastigi í grunnskólum Akureyrar. Í ár er Leitin valgrein og er það í fyrsta skipti frá því að fyrsta Leitin fór fram haustið 2008. Þrátt fyrir nýtt fyrirkomulag er Leitin að Grenndargralinu í boði fyrir alla nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Akureyrar, óháð því hvort þeir völdu hana sem valgrein eða ekki. Allt sem þarf að gera er að hefja leik þegar fyrsta þraut fer í loftið, fara eftir fyrirmælum, leysa þrautina og skila lausnum til umsjónarmanns með tölvupósti. Fyrir réttar lausnir sendir umsjónarmaður bókstaf til baka sem notaður verður til að mynda lykilorðið. Þetta er endurtekið næstu níu vikurnar eða svo eða þar til kemur að lokavísbendingunni. Þá er Grenndargralið innan seilingar. Einfaldara getur það ekki orðið.

Nánari upplýsingar um Leitina 2013 má nálgast á heimasíðuGrenndargralsins; www.grenndargral.is

Útivistardagur í Oddeyrarskóla

Miðvikudaginn 28. ágúst var útvistardagur hjá nemendum Oddeyrarskóla.

Nemendur yngsta stigi fóru að Myndþessu sinni í Naustaborgir og undu sér vel við göngu og leiki. Börnin skemmtu sér konunglega og hefðu helst viljað vera lengur úti í náttúrunni. Eldri nemendur höfðu nokkuð val um hvað þeir myndu gera þennan dag en það fór á endanum þannig að um 30 nemendur fóru í Kjarnaskóg. Þar gerðu nemendur sér glaðan dag og gengu svo til baka í skólann um hádegisbil. Rúmlega 60 nemendur gengu Þingmannaleiðina yfir Vaðlaheiði. Gangan gekk ljómandi vel og voru krakkarnir þreyttir en jafnframt ánægðir eftir daginn. Starfsmenn og nemendur eru sammála um að dagurinn hafi heppnast afar vel enda veðrið eins og best verður á kosið. Á myndasíðu skólans hér til hægri má sjá margar skemmtilegar myndir frá deginum.