Fulltrúar Oddeyrarskóla í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

stóra upplestrarkeppnin_fulltrúarFöstudaginn 24. febrúar voru fulltrúar Oddeyrarskóla fyrir lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar valdir. Krakkarnir í 7. bekk höfðu greinilega lagt alúð í undirbúninginn og þótti dómnefndinni valið afar erfitt, þar sem margir þóttu mjög frambærilegir. Metnaðurinn skein úr hverju andliti!

Fulltrúar Oddeyrarskóla þetta árið verða Matiss Leo Meckl og Ólöf Jónsdóttir. Varamaður verður Katla Tryggvadóttir.

Nemendur lásu textabrot úr sögunni Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og tvö ljóð, hið fyrra eftir Guðmund Böðvarsson og hið síðara sjálfvalið. Þetta er líkt fyrirkomulag og verður á lokahátíðinni, sem haldin verður í Kvosinni í MA miðvikudaginn 29. mars.

Nemendur og starfsfólk Oddeyrarskóla

húfugjöfOddeyrarskóli gefur húfur til Rauða krossinsSíðastliðið vor var haldin góðverkavika í Oddeyrarskóla. Þá hófst vinna við að prjóna húfur til að senda bágstöddum í gegnum Rauða kross Íslands. Áhrifa góðvekravikunnar gætir enn, því nú hafa nemendur og starfsfólk skólans sameinast um að prjóna fjölmargar litríkar og fallegar húfur sem voru afhentar Rauða krossinum í vikunni. Á meðfylgjandi mynd má sjá þær Hafrúnu Steingrímsdóttur og Köru Líf Antonsdóttur með Hafsteini Jakobssyni deildarstjóra hjá Rauða krossinum við Eyjafjörð. Hafsteinn sendir nemendum og starfsfólki bestu þakklætiskveðjur!

Oddeyrarskóli tekur þátt í Lífshlaupinu – stefnt er að sigri!

IMG_4873

Nokkrir nemendur skelltu sér í planka á miðri leið

20170209_091936 (1)

Nemendur 3. og 4. bekkjar í gönguferð.

Nemendur og starfsmenn Oddeyrarskóla taka þátt í Lífshlaupinu með tvö lið, annars vegar með skólalið og hins vegar vinnustaðalið. Gríðarlegur kraftur er í öllum og er allt kapp í að hampa sigri. Keppinautarnir eru afar harðsnúnir og þurfum við að halda mjög vel á spöðunum til að sigra. En við getum það!

Í gær fóru allir nemendur Oddeyrarskóla í góðan göngutúr um bæinn og söfnuðu mörgum hreyfimínútum. Nemendur planka, dansa, hlaupa og gera armbeygjur við ýmis tækifæri. Svo skrá þeir allar íþróttaæfingar og aðra hreyfingu sem þeir stunda. Sumir bjóða mömmu eða pabba með sér í göngutúr til að fjölga hreyfimínútum. Virkilega vel gert hjá þeim!

Starfsmenn hafa verið að spila saman blak, fara í jóga og kvöldgöngur utan við aðra hreyfingu hvers og eins. Í vikunni var Bjarki íþróttakennari með fræðslu fyrir starfsfólk um almennt gildi hreyfingar og höfðum við gagn og gaman af.

Skíðadegi frestað – aftur

Enn á ný verðum við að fresta skíðadegi, spáin er ekki spennandi fyrir fimmtudag og auk þess er ein lyftan biluð. Stefnt er að næstu tilraun til skíðadags fimmtudaginn 16. febrúar. Langtímaspáin er góð þann dag. Nú er bara að vona að hún standist!

Styrkur frá Norðurorku vegna forvarnarverkefnis í 8. bekk

DAM styrkur frá NOÞuríður Lilja Rósinbergsdóttir námsráðgjafi Oddeyrarskóla hlaut á dögunum styrk frá Norðurorku vegna verkefnis sem hún er að fara af stað með í 8. bekk. Hún vinnur það ásamt kennurum bekkjarins, Maríu Aðalsteinsdóttur og Hrafnhildi Guðjónsdóttur. Auk þess hefur hún fengið mikilvægan liðstyrk Sigríðar Þórisdóttur kennara og sálfræðings. Verkefnið hefur skammstöfunina DAM, en það snýst í megindráttum um að vinna með streituþol, samskiptahæfni, núvitund og tilfinningastjórn. Þessi hugmyndafræði hefur lengi notuð sem meðferðarúrræði hjá börnum með þunglyndi eða sjálfsskaðandi hegðun, en hefur á síðustu misserum verið aðlöguð og nýtt í forvarnarskyni í bandarískum skólum. Nýlega var gefið út námsefni á ensku sem tengist efninu og gott er að styðjast við.

Sigríður Þórisdóttir er búsett í Bandaríkjunum og þekkir DAM mjög vel. Þuríður námsráðgjafi sótti námskeið hjá henni síðastliðinn vetur og í kjölfarið varð til samstarf um verkefnið. Sigríður bauð fram krafta sína í vinnuna og vinnur hún með nemendum í janúar og svo aftur í apríl/ maí.

Nýttar verða tvær kennslustundir á viku frá janúar og fram í maí í verkefnið. Nemendur 8. bekkjar svöruðu matslistum í upphafi verkefnisins og munu síðaDAM Styrkveitingn svara við lok vinnunnar til að leitast við að meta þætti sem vinnan skilar.

Þuríður sótti um styrk til Norðurorku til að styðja við verkefnið og föstudaginn 6. janúar hlaut hún 200.000 króna styrk. Styrkurinn verður nýttur til að styðja við fræðsluna. Einnig styður Icelandair Hotels á Akureyri við verkefnið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það.

 Í síðustu viku var foreldrum nemenda í 8. bekk boðið til fundar þar sem verkefnið var kynnt.

Við þökkum Sigríði Þórisdóttur innilega fyrir sitt mikla framlag til verkefnisins og jafnframt þökkum við Norðurorku fyrir veglegan styrk!

Árshátíðardagur í Oddeyrarskóla

Árshátíð -jan 2017-1338Í dag verða árshátíðarsýningar fyrir foreldra og aðra gesti.

Ákveðið var að fjölga sýningum úr tveimur í þrjár svo betur færi um gesti okkar og fleiri kæmust að. Það verða því þrjár sýningar. Fyrsta sýning hefst kl. 11 en þar sýna nemendur yngsta stigs og 10. bekkur. Kl. 13 sýna nemendur miðstigs auk 10. bekkjar og kl. 15 sýna allir nemendur unglingastigs. Miðar eru seldir við innganginn og kostar miðinn 600 kr.

Foreldrafélagið verður að vanda með glæsilegt kaffihlaðborð milli sýninga, þ.e. um kl. 12 og 14. Þeir sem mæta á þriðu sýningu geta því komið í kaffi á undan sýningunni. Kaffihlaðborðið kostar 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn.

Nemendasýningar voru í gær og er ljóst að mikil vinna var lögð í undirbúning sýninga. Atriðin eru vel æfð og nemendur fara á kostum. Nemendur 10. bekkjar nutu leikstjórnar Péturs Guðjónssonar og Jokku við uppsetningu á Ávaxtakörfunni. Þykir okkur hafa tekist afar vel til.

Hlökkum til að sjá sem flesta á árshátíð Oddeyrarskóla í dag!

Google Certified Educators

google-cerified-educatorsNú rétt fyrir jól tóku tveir kennarar, þær Linda Rós og Kristín Bergþóra próf á vegum G-Suite for Education og hafa því lokið stigi 1 sem Google Certified Educators. Til að ljúka slíku prófi þurfa kennarar að leysa ýmis verkefni í umhverfinu, m.a. að búa til verkefni fyrir nemendur, gera heimasíðu og vinna í kerfisstjórn. Prófið er liður í því að sýna fram að viðkomandi búi yfir ákveðinni færni í google umhverfinu.

Þrír kennarar í skólanum hafa leitt þróunarvinnu í google umhverfinu undanfarin ár og hafa þeir verið kennurum skólans mikill stuðningur auk þess sem þær hafa verið fengnar til að leiðbeina kennurum víðs vegar. Þessir kennarar munu heimsækja Google-skóla í Englandi í lok janúar og í framhaldinu sækja Bett ráðstefnuna í London.