Úrslit í 100 miða leik

100 miða leiknum okkar lauk fyrir páska, en úrslit voru kunngjörð nemendum í síðustu viku. Það er alltaf algjör tilviljun hvaða nemendur eru dregnir út svo líta má á þetta sem leik og happdrætti.

Þeir sem voru dregnir út að þessu sinni eru eftirfarandi nemendur:

  • Rúdolf Helgi, 5. bekk
  • Ari, 2. bekk
  • Elsa, 3. bekk
  • Daníel, 1. bekk
  • Úrsúla, 7. bekk
  • Telma Sif, 1. bekk
  • Birta, 10. bekk
  • Ágúst, 8. bekk
  • Sara Rún, 4. bekk
  • Sóley, 7. bekk

Við óskum þessum krökkum til hamingju með sigurinn!

Farið verður í óvissuferð með SMT stýrihópi þriðjudaginn 12. apríl. Lagt verður af stað í upphafi skóladags og stefnt að heimkomu upp úr kl. 10.

 

Góður árangur í skólahreysti

Nemendur Oddeyrarskóla stóðu sig vel í skólahreysti í vikunni. Lið skólans var skipað fjórum nemendum á unglingastigi og lenti það í þriðja sæti. Til hamingju með frábæran árangur! Skólahreysti 2016_85

Góðverkavika í Oddeyrarskóla

IMG_1980 IMG_1858 IMG_1986 IMG_1988 IMG_1993 20160309_102830Þessa vikuna er góðverkavika í Oddeyrarskóla og eru nemendur mjög duglegir að vinna ýmiskonar góðverk. Nemendur í 10. bekk fóru um hverfið og sópuðu stéttir íbúanna, nemendur á miðstigi fóru í fyrirtæki á svæðinu og færðu starfsfólkinu nýbakaða snúða sem krakkarnir í 9. bekk höfðu bakað. 9. bekkurinn fór á Hlíð og spilaði við vistmennina. Nemendur og starfsfólk skólans eru jafnframt að prjóna húfur o.fl. til að geta gefið til Rauða krossins.

Góðverkavika – fréttir af 2. og 3. bekk

2. og 3. bekkVið í 2. og 3. bekk höfum tekið þátt í góðverkarviku Oddeyrarskóla og brallað ýmislegt. Við útbjuggum falleg blóm og orðsendingar sem krakkarnir hlupu svo með út um alla Eyrina og stungu inn í bréfalúgur. Í dag fórum við upp í Rauða krossinn með föt og dót sem krakkarnir komu með að heiman. Þegar starfsfólk Rauða krossins spurði hvað þau væru að gera í góðverkaviku svöruðu þau öll að bragði, við erum að gleðja aðra.

Fulltrúar Oddeyrarskóla í stóru upplestrarkeppninni valdir í dag

FullSizeRenderUndanfarna mánuði hafa nemendur í 7. bekk Oddeyrarskóla verið að æfa fallegan og góðan upplestur. Í dag fengum við að hlusta á þessa flottu krakka flytja okkur texta og ljóð. Allir nemendur sýndu miklar framfarir á tímabilinu og margir sigrar voru unnir.

Dómnefnd skipuðu að vanda þau Helga Hauksdóttir, Þórarinn Torfason og Fjóla Kristín Helgadóttir. Verkefni þeirra var ekki öfundsvert, enda margir frambærilegir upplesarar á ferð.

Tveir fulltrúar munu fara í lokakeppnina sem haldin verður 6. apríl n.k. og eru það þær Lára Huld Jónsdóttir og Bryndís Þóra Björnsdóttir. Varamaður er Vala Alvilde Berg. Við óskum þessum flottu fulltrúum okkar innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni.

Starfsmenn Oddeyrarskóla sigurvegarar í vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar í Lífshlaupinu

FullSizeRenderIMG_1851 Í starfsmannahópi Oddeyrarskóla eru margir keppnismenn, á ýmsum sviðum.

Í febrúar tókum við þátt í tveimur vinnustaðakeppnum þar sem allt kapp var lagt í að ná árangri. Keppt var í lestri í keppninni Allir lesa og varð Oddeyrarskóli í 4. sæti á landsvísu miðað við stærð vinnustaðar. Við erum afskaplega sæl með þann árangur en stefnum enn hærra á næsta ári.

Á sama tíma stóð Lífshlaupið yfir. Þar var keppt í hreyfingu og voru menn hvattir látlaust áfram og var m.a. stofnað til skriðstundsnámskeiðs til að auka hreyfingu starfsmanna.

Á starfsmannafundi á miðvikudag fengum við gesti frá Heilsuráði Akureyrarbæjar þar sem starfsmenn Oddeyrarskóla sigrðu vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar í Lífshlaupinu. Fengum við viðurkenningarskjal og farandbikar að launum.  Jafnframt fengum við viðurkenningarskjöld frá Lífshlaupinu fyrir 3. sæti í fjölda mínútna á hreyfingu (miðað við stærð vinnustaðar). Að sjálfsögðu er stefnan sett á sigur á landsvísu að ári.

Auðvitað erum við í skýjunum yfir þessum frábæra árangri og teljum hann til marks um magnaða samstöðu í starfsmannahópnum.

Nemenda- og foreldraviðtöl á þriðjudag – muna að gera frammistöðumatið

logo -stafalaustVið minnum á að á sunnudaginn næsta er síðasti dagur til að skrá í frammistöðumatið. Á mánudagsmorgunn verður opnað fyrir skráningar kennara og nemenda og þá geta nemendur og foreldrar skoðað mat kennara samhliða eigin mati. Eftir það verður ekki hægt að skrá í matið. Á þriðjudaginn er svo viðtalsdagurinn þar sem matið er rætt. Þá koma nemendur bara í viðtöl en engin hefðbundin kennsla verður þennan dag. Ef foreldrar hafa ekki skráð sig í viðtalstíma er nauðsynlegt að gera það nú. Opið verður í frístund allan viðtalsdaginn.

 

 

Lífshlaupið – skriðsundsnámskeið

Síðustu þrjár vikur hefur landskeppnin Lífshlaupið staðið yfir. Þar eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig reglulega, en keppt er í ýmsum flokkum á landsvísu. Starfsfólk Oddeyrarskóla er mjög duglegt að hreyfa sig alla jafna en þar sem í skólanum vinnur mikið keppnisfólk var heldur betur bætt í síðustu vikur. Stór hluti starfsfólks fór á skriðsundsnámskeið til Ólympíufarans Röggu Run sem sagðist sjaldan hafa séð eins glæsilegan hóp saman kominn í lauginni 🙂 Námskeiðið var einstaklega skemmtilegt og gagnlegt og voru framfarir fólks miklar.Hér að neðan má sjá mynd af hópnum eftir 2 km. sundsprett.

 

3e451156-cfb7-4a7a-86e4-551736fd251b-sundmynd

Hljóðbækur og talgervlar

Allir þeir sem greinst hafa með lesblindu eiga rétt á að nýta sér bókakost hljóðbókasafnsins. Einnig er nú hægt að fá endurgjaldslaust sendan talgervil sem settur er upp í heimilistölvu, spjaldtölvu eða síma. Talgervillinn les upp af neti, pdf skjöl og texta sem skrifaður er upp í tölvuna. Við hvetjum alla sem eiga rétt á að nýta sér þessa tækni að kynna sér málið. Við í skólanum getum aðstoðað við að fá aðgang og leiðbeint um notkun. Nánari upplýsingar eru á heimasíðum Hljóðbókasafns Íslands og Blindrafélagsins.