Þriðjudaginn 21. nóvember mun Skúli Bragi Geirdal flytja erindi fyrir foreldra Oddeyrarskóla. Umfjöllunarefni er m.a. svefn og geðheilsa, samskipti og samfélagsmiðlanotkun. Nemendur mið – og unglingastigs og starfsfólk skólans fá sambærilega fræðslu þennan sama dag. Fræðslan er liður í velferðarverkefni Oddeyrarskóla. Við óskum eftir að allir nemendur eigi fulltrúa á fundinum, annað hvort foreldri eða annan fullorðinn nákominn sem getur miðlað til foreldra.
Í þematíma á dögunum fékk unglingastig heimsókn frá bræðrunum Hákoni og Hafþóri, en þeir útskrifuðust úr Oddeyrarskóla árið 2016. Þeir ræddu námið, félagslífið og tímann sinn hér í Oddeyrarskóla. Nemendur voru einstaklega áhugasamir og spurðu margra áhugaverðra spurninga. Flottar fyrirmyndir þarna á ferð!
Síðasta vor setti þáverandi 1. bekkur niður kartöflur og sáði fyrir gulrótum og salati eftir umræður um sjálfbærni. Nú var komið að því að uppskera og það fléttast svona rosalega vel saman við Byrjendalæsis bókina sem verið er að vinna með í 1. og 2. bekk – bókina Blómin á þakinu. Hún fjallar um Gunnjónu sem flytur úr sveit í borg og saknar sveitalífsins mikið og matjurtargarðsins síns.
Þau fóru í hópum og tóku upp kartöflur og nokkrar gulrætur sem Marta matráður fær svo til þess að matbúa handa þeim. Krökkunum fannst þetta bæði merkilegt og gaman.
Foreldrafélag Oddeyrarskóla færði skólanum gjöf nú í upphafi skólans. Þau keyptu m.a. bolta, krítar, boltaspil, kústa og þoturassa. Færum við þeim bestu þakkir fyrir og þetta mun nýtast vel í leik og starfi.
Hér hefur safnast upp heilmikið af óskilamunum – við erum búin að setja upp borð við báða innganga með óskilamunum frá síðasta vori. Þetta mun vera uppi eitthvað í vikunni en svo munum við koma því fyrir á betri stað. Endilega kíkið á þetta ef þið saknið einhvers.
Unicef hlaupið fór fram miðvikudaginn 31.maí. Nemendur stóðu sig vel og nutu útiverunnar í góðu veðri. Þeir sem hafa áhuga á að gefa í söfnunina er enn hægt að leggja inn á söfnunarreikninn á þessari slóð https://sofnun.unicef.is/participant/oddeyrarskoli-hreyfingin-2023
Nemendur hafa verið að skreyta hurðir í skólanum. Hér má sjá afraksturinn en dómnefnd mun vald jólahurð ársins 2022. Sigurvegarar að þessu sinni voru nemendur í 1. bekk hjá þeim yngri og 9. bekk hjá eldri nemendum.
Nú á vordögum tóku nemendur og starfsfólk þátt í Unicefhreyfingunni eins og hefð hefur verið fyrir í all nokkur tíma. Nemendur söfnuðu áheitum og rennur féð til hjálparstarfs á vegum Unicef. Að þessu sinni söfnuðust 165.124 krónur. Vel gert Oddeyrarskóli.
Fyrir þessa upphæð er meðal annars hægt að kaupa skóla í kassa sem er bráðabirgðaskóli með námgsgögnum fyrir 40 börn. Hann er fullur af stílabókum, blýöntum, skærum, litum og öðru. Þessu gæti líka fylgt leikjakassi semnýtist á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim. Slík svæði eru meðal annars sett upp þar sem átök ríkja og í flóttamannabúðum. Þar geta börn fundið öryggi og gleði á erfiðum tímum, haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum. Fótboltar, sippubönd, sögubækur og önnur leikföng sem nýtast allt að 90 börnum á barnvænum svæðum.
En það er ekki allt, ofan á þetta er hægt að bæta við 500 skömmtum bóluefnum gegn mislingum og 500 skömmtumaf bóluefni gegn mænusótt. Við tökum vatni og næringu sem sjálfgefnum hlut en úti í heimi er fólk ekki jafn heppið. 25.000 vatnshreinsitöflur hjálpa okkur við að hreinsa 125.000 lítra af vatni og 1000 skammtar af vítamínbættu jarðhnetumauki gera kraftaverk fyrir vannærð börn. Í flestum tilfellum þurfa börn einungis þrjá poka af vítamínbættu jarðhnetumauki á dag í fáeinar vikur til að ná fullum bata.
Þetta er vitaskuld bara dæmi um það sem hægt er að gera fyrir þessa upphæð og skólinn fékk miklar þakkir frá Unicef fyrir sína frábæru söfnun.
Bestu þakkir til allra þeirra sem tóku þátt – margt smátt gerir eitt stórt og kraftaverk fyrir börn í neyð.
Vafraköku stillingar
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir eða hafna notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.
Nauðsynlegar kökur
Always active
Nauðsynlegar kökur tryggja eðlilega virkni og öryggi tenginga.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Tölfræðikökur
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.Tölfræðikökur þessar kökur aðstoða aðstandendur vefsvæðisins að skilja hvernig notendur upp til hópa haga sér á vefsvæðinu.
Markaðskökur
Markaðskökur eru notaðar til að fylgja notendum milli vefsvæða. Markmið þeirra er fyrst og fremst að sýna notendum auglýsingaefni sem líklega hefur vægi fyrir notendann.