Pangea stærðfræðikeppnin 2020

Nokkriar af þeim 3712 nemendum sem tóku þátt í ár

Í dag fóru fram úrslit Pangeu 2020 sem var frestað síðasta vor vegna kórónuveirufaraldursins. Af sömu ástæðum var keppnin í dag frábrugðin úrslitum síðustu ára. Ekki var hægt að safnast saman í Menntaskólanum við Hamrahlíð en í staðinn þreyttu þátttakendur prófið á skólatíma í sínum skólum víðs vegar um landið.

Ekki eru enn komnar niðurstöður en Ebba Þórunn Jónsdóttir úr Oddeyrarskóla stóð sig vel og er ein af 86 sem luku keppni í 3. umferð keppninnar en alls tóku 3.712 nemendur þátt úr 70 skólum,.

Byrjað verður að skrá nemendur í keppni þessa skólaárs í janúar og um að gera að við hvetjum sem flesta til að taka þátt.

Útivistardagur 16. september

Miðvikudaginn 16. september er útivistardagur í Oddeyrarskóla, en þessi dagur er dagur íslenskrar náttúru. Veðurhorfur eru góðar þennan dag. Farið verður með rútum frá skólanum að bílaplaninu við Súlur. Nemendur yngsta stigs fara í gönguferð og berjamó í brekkum að Fálkafelli. Nemendur miðstigs og unglingastigs hafa val um mismunandi gönguleiðir, þ.e. að Glerárstíflu, Fálkafell-Gamli-Hamrar, eða Súlur. Nemendur koma heim með rútum sem fara á mismunandi tíma, frá 11:30-13:30. Hádegismatur er í boði við heimkomu. Lok skóladags eru skv. stundaskrá en þeir sem fara alla leið á Súlur gætu komið seinna heim en stundaskrá segir til um. Mikilvægt er að vera klæddur eftir veðri, á góðum skóm og með hollt og gott nesti.

Skólabyrjun 2020

Skólasetning Oddeyrarskóla verður á sal skólans mánudaginn 24. ágúst. Nemendur mæta:

kl. 9:00, 2. – 4. bekkur

kl. 9:30, 5. – 6. bekkur

kl. 10:00, 8. – 10. bekkur

Skólastjóri setur skólann en nemendur fylgja svo umsjónarkennara í sínar heimastofur. Dagskráin þennan dag tekur 30-45 mínútur. Að þessu sinni óskum við eftir að nemendur mæti án foreldra en við viljum takamarka umgengni annara en starfsmanna og nemenda um skólahúsnæðið eins og kostur er. Nemendur 7. bekkjar fara að Reykjum kl. 8:30 um morguninn. Foreldrar nemenda sem hefja nám í 1. bekk verða boðaðir í viðtal 24. eða 25. ágúst.

Unicef hreyfingin

Nemendur skólans söfnuðu 299.752 krónum í Unicefhreyfingunni sem fram fór á vordögum. Nemendur söfunuðu áheitum og komu með peninga í skólann í lokuðu umslagi en aðstandendur gátu einnig lagt beint inn á reikning samtakanna. Áheitasöfnunin verður nýtt þar sem neyðin er mest og í langtímauppbyggingu í samfélögum þar sem grunnstoðir þarf að bæta s.s. til kaupa á matvælum, hreinlætisvörum og bóluefni.

Viðurkenning fræðsluráðs

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega, veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til. Að þessu sinni fékk Þura Björgvinsdóttir nemandi viðurkenningu og Einar Magnús Einarsson tölvuumsjónarmaður skólans.

Sigurvegarar í ratleik 2020

Tvö lið voru stigahæst á unglingastigi, stúlkur í 8.b. og 9.b. með 70 stig og svo stúlkur í 5. bekk með 59 stig! Til hamingju með sigurinn stelpur 🙂

Starfsmenn vs. Nemendur

Í Oddeyrarskóla er margra ára hefð fyrir því að bekkir á unglingastigi og starfsmenn etji kappi saman í fótbolta og blaki. Að þessu sinni höfðu starfsmenn sigur, enda gríðarlega vel skipuð lið í báðum greinum, en 9.bekkur veitti þeim harða samkeppni og endaði í öðru sæti.

Stelpur og tækni 2020

Miðvikudaginn 20. maí tóku stelpurnar í 9. bekk þátt í verkefninu Stelpur og tækni á vegum Háskólans í Reykjavík. Hópurinn skemmti sér mjög vel og lærði heilmikið um vefhönnun í WordPress og raftónlist í tónlistarforritinu SonicPi, en hugmyndin með deginum er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi og opna þannig augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða.