Vorsýning í stærðfræði hjá 10. bekk

46Nemendur í 10. bekk hafa að undanförnu verið að vinna að stórum raunhæfum verkefnum í stærðfræði. Í dag buðu þeir foreldrum, nemendum og starfsfólki skólans á vorsýningu þar sem þeir kynntu afraksturinn.

Krakkarnir höfu frjálsar hendur um viðfangsefni og framsetningu og var ánægjulegt að sjá ólíkar útfærslur nemenda. Meðal annars mátti sjá niðurstöður kannanna, tölfræðiútreikninga og úthugsaðar viðskiptahugmyndir sem kannski munu líta dagsins ljós einhvern daginn.

 

 

 

Fræðslufundur kennara og stuðningsfulltrúa

Ut fræðsla Kennarar Oddeyrarskóla hafa verið mjög duglegir að þróa kennslu sína með notkun upplýsingatækninnar. Áhersla okkar undanfarin tvö ár hefur verið á umhverfi sem kallast Google for education og hefur þetta umhverfi nýst okkur afar vel í námi og starfi.

Í dag fengum við á fund okkar þær Margréti og Helenu, kennara úr Brekkuskóla, sem einnig hafa lagt mikla stund á upplýsingatækni í skólastarfi. Með þeim komu fjórir galvaskir nemendur sem miðluðu reynslu sinni af rafrænu námi í Brekkuskóla.

Það var virkilega gott og gagnlegt að fá þau öll í heimsókn og kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir komuna og vonum að samstarf okkar um rafræna kennsluhætti sé bara rétt að byrja 🙂

Vertu þú sjálfur! Fræðsla á vegum Samtaka

Kæru foreldrar barna á unglingastigi

Samtaka er búið að fá Akureyringinn Sigga Gunnars, Útvarpsmann á K-100, til að koma og vera með fyrirlestur fyrir 8 – 10 bekk í öllum grunnskólunum á Akureyri dagana 17. og 18. maí næstkomandi.
Í tilefni þess höfum við ákveðið í samstarfi við Sigga Gunnars að bjóða einnig foreldrum upp á fyrirlestur með honum og verður hann haldinn í Giljaskóla þriðjudagskvöldið 17. maí klukkan 20:00

Fyrirlesturinn ber heitið „Vertu þú sjálfur“ og fjallar um mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig, læra á sjálfan sig og samþykkja sjálfan sig og fer Siggi yfir sína sögu og tengir hana við almennar hugleiðingar.

Umsögn frá Pétri Guðjóns viðburðastjóra VMA um fyrirlesturinn:
Fyrirlesturinn var sérlega lifandi og einlægur. Uppbyggingin var ákvaflega forvitnileg þar sem þú skynjaðir strax að áhugaverð saga vr sögð. Saga sem kemur við svo marga varðandi mannleg samskipti og líðan. Eftir að hafa setið aftarlega í salnum varð ég að færa mig fremst því það ver sannarlega óvenjulegt að hafa fullan sal af framhaldsskólakrökkum og það var ekkert skvaldur og varla nokkur að skoða símann sinn. Þegar ég svo horfði framan í hópinn sem hlustaði á Sigga sá ég eftirvæntingu, áhuga og jafnvel gleði. Kannski var ástæða gleðinnar sú að þessir ungu og ómótuðu einstaklingar fundu von hjá sér við að hlusta á Sigga Gunnars. Vertu þú sjálfur er frábær fyrirlestur.

Vonumst til að sjá sem flesta

Fyrir hönd Samtaka,
Monika Stefánsdóttir, varaformaður

 

Smiðjudagar tileinkaðir fjölmenningu

IMG_0010 IMG_5750Dagana 19. og 20. mars voru smiðjudagar tileinkaðir fjölmenningu haldnir í Oddeyrarskóla.

Í Oddeyrarskóla er fjölmenningarlegt samfélag og því fögnum við. Við erum af mörgum þjóðernum og er því mikilvægt að kynnast ólíkum löndum og menningu þeirra.

Nemendur nýttu nemendaþing í vikunni á undan til að ræða möguleg viðfangsefni og velja sér stöðvar til að sækja á smiðjudögum, en stöðvarnar voru af ýmsu tagi. Nemendur voru í 10 manna hópum, sem voru samsettir þvert á árganga. Þannig var líklegt að í hverjum hópi væru nemendur frá 1.-10. bekk.

Hver hópur sótti fjórar stöðvar. Margir nemendur völdu sér að kynnast mat og matarmenningu mismunandi landa. Einhverjir föndruðu þjóðfána, lærðu um ólík tungumál og letur, gerðu grímur eða kynntu sér dýralíf ólíkra landa. Eins fóru sumir hóparnir í leiki frá ólíkum löndum, fóru í ratleik, dönsuðu þjóðdansa eða horfðu á landsleiki milli landanna sem um ræddi. Einhverjir nemendur nýttu sér upplýsingatæknina og bjuggu til Kahoot verkefni um löndin eða gerðu stuttmyndir. Þá lærðu sumir nemendur að segja fyrstu 10 tölurnar á fjölmörgum tungumálum.

Dagarnir heppnuðust einstaklega vel. Nemendur voru jákvæðir og duglegir við verkefni sín og athafnir og var gleðin var við völd.

Sérstakt hrós fá eldri nemendur skólans, sem stóðu sig eins og alltaf einstaklega vel við að annast yngri nemendur og gera þeim þannig kleift að njóta daganna enn betur en ella.

 

Innanhússþing kennara um samræður í kennslu

FullSizeRender4 FullSizeRender6FullSizeRender3Síðastliðinn fösFullSizeRender2tudag var starfsdagur hjá kennurum Oddeyrarskóla. Sá dagur var vel nýttur þar sem haldið var innanhússþing um samræður í kennslu í tengslum við þróunarverkefnið okkar Tölum saman – lærum saman. Skólinn hlaut styrk úr Sprotasjóði til að fá til liðs við sig þau Hafþór Guðjónsson dósent við Menntavísindasvið HÍ og Brynhildi Sigurðardóttur skólastjóra í Garðaskóla, en þau hafa bæði mikla þekkingu og reynslu af því að nota samræður í skólastarfi. Brynhildur og Hafþór komu bæði á innanhússþingið, þar sem kennarar voru með innlegg um það sem þeir hafa verið að gera í vetur. Kennarar kynntu m.a. hvernig samræður eru notaðar við að leysa klípusögur, stærðfræðiverkefni, náttúrufræðiverkefni og fleira. Fjallað var um nemendaþingið og hvernig það hjálpaði nemendum að hafa lært ýmsar samræðureglur þegar þeir undirbjuggu smiðjudagana. Kennarar skólans hafa verið duglegir að prófa ýmsar leiðir við samræður í skólastofunni og eru með tímanum að ná æ betri tökum á aðferðinni.

Seinni hluta dagsins voru smiðjur hjá Brynhildi og Hafþóri þar sem kennarar annars vegar æfðu samræðuaðferðir og hins vegar ræddu verkefnið og hvernig þeir sjái fyrir sér framhaldið.

Nemendaþing haldið til að undirbúa smiðjudaga

Nemendaþing3 Nemendaþing1Þriðjudaginn 12. apríl var haldið nemendaþing í Oddeyrarskóla. Tilgangur þess var að fá nemendur til að skiptast á skoðunum um það hvað þau vilja taka sér fyrir hendur á smiðjudögum 19. og 20.apríl. Nemendum skólans var skipt í 18 hópa, þvert á alla bekki. Þessir hópar koma til með að vinna saman á smiðjudögunum. Þema smiðjudaganna er fjölmenning og á það mjög vel við hjá okkur í Oddeyrarskóla, þar sem nemendur skólans eru af mörgum þjóðernum.

Hver hópur ræddi hugmyndir að verkefnum sem upp höfðu komið og völdu sér síðan þau verkefni sem þau höfðu áhuga á. Þetta var kjörið tækifæri til að æfa samræðu og samræðureglur, þar sem skólinn vinnur nú þróunarverkefni um samræður í námi. Á sama tíma er nemendalýðræðið virkt.

Þingið gekk mjög vel og sköpuðust góðar og skemmtilegar umræður í hópunum. Krakkarnir voru ánægðir að hafa áhrif á það sem þau koma til með að vinna og gerir þetta spennuna fyrir smiðjudögum jafnvel enn meiri. Elstu nemendurnir héldu utanum hópaumræðuna og voru kennarar þeim til stuðnings.

Óvissuferð í Háskólann – umbun í 100 miða leik

IMG_8077 IMG_8080IMG_8074Í dag fóru 11 nemendur með fulltrúum úr SMT stýrihópi í heimsókn í HA. Ferðin sem var óvissuferð var umbun í 100 miða leiknum sem haldinn var síðustu tvær vikurnar fyrir páska.

Við fórum í Borgir, þar sem Auður og Sean sýndu okkur rannsóknarstofur og gerðu nokkrar tilraunir. Krakkarnir bjuggu til slím sem þeir tóku með sér heim. Eftir heimsóknina í borgir var farið í mötuneyti HA og fengum kakó og kökur.