100 miða leikurinn

 

Í þessari viku byrjar 100 miða leikurinn hjá okkur.
Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglum. Nemendur leggja sig fram um að sýna fyrirmyndarhegðun í skólanum í leik og starfi og allir nemendur geta verið með í leiknum. Leikurinn gengur út að það að 10 nemendur á dag fá sérmerkta umbunarmiða, brosstjörnur í þá 10 daga sem leikurinn stendur yfir, eða samtals 100 miða. Þegar nemendur fá miða fara þeir með hann til ritara, segja fyrir hvað þeir fengu miðann og draga hjá honum númer frá 1 og upp í 100. Númerið sitt líma þeir á þar til gert spjald. Þegar búið er að fylla spjaldið með 100 miðum þá verður gert ljóst hvaða röð vann. Því standa 10 nemendur uppi sem vinningshafar. Þessir nemendur fá óvænta umbun.

Bestu kveðjur
SMT stýrihópurinn

Halloween böll


10. bekkur ætlar að halda Halloween böll föstudaginn 10. nóvember bæði fyrir 1.-4. bekk sem verður kl. 16:00-18:00 og fyrir 5.-7. bekk kl. 18:30-20:30 í íþróttasal skólans.
Sjoppa verður á staðnum, spákona og verðlaun veitt fyrir flottasta búninginn.
Aðgangseyrir er kr. 500.- og rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.
Nokkrir foreldrar verða til halds og trausts á böllunum ásamt nemendum úr 10. bekk.

Góðverkavika – páskaleyfi

Sælir kæru foreldrar barna í OddeyrarskólaImage result for easter

Nú er góðverkavikan brátt á enda, á morgun endum við vikuna á því að spila bingó þar sem páskaegg eru í vinning. Í góðverkavikunni hafa safnast þó nokkrir peningar sem fyrirtæki og íbúar á svæðinu hafa ákveðið að gefa til Unicef en nemendur skólans hafa unnið ýmis verk fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga þessa vikuna. Við munum upplýsa nánar um afrakstur góðverkaviku að loknu páskaleyfi.

Á morgun er stuttur skóladagur, allir nemendur ljúka sínum skóladegi að loknu hádegishléi eins og skóladagatal gefur til kynna. Þeir nemendur sem eru í frístund fara þangað snemma.

Skóli hefst aftur að loknu páskaleyfi þriðjudaginn 18. apríl. Njótið daganna!

Kveðja, starfsfólk Oddeyrarskóla

Matartorg – fæði og frístund jan.- jún.

 Kæru foreldrar/forráðamenn.

Vegna næstu annar, jan. – jún. þarf að huga að endurnýjun áskrifta í fæði og mjólkur- og ávaxtaáskrift.  Ef þið viljið hafa áskriftina óbreytta þá þurfið þið ekkert að gera en ef þið viljið hætta við eða bæta nemanda í áskrift þá vinsamlegast hafið samband við skólann, Kristínu ritara sími 4609550 eða á netfangið: kh@akmennt.is   fyrir 14.desember 2016skautar

Máltíð í annaráskrift  kr. 427,-  og stök máltíð kr. 573.-

Mjólkuráskrift til vors kostar kr. 3028,-

Ávaxtaáskrift til vors kostar  kr. 6922.-  hálfur ávöxtur kr. 3461.-

__________________________

Skráningargjald í Frístund er kr. 7140.-  sem inniheldur 20 klukkustundir og hver

stund eftir það kostar  kr. 357.-  verð á síðdegishressingu kr. 135.-

Fjölskylduafsláttur reiknast af grunngjaldi frístundar. Til að njóta fjölskylduafsláttar þurfa börnin að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili. Þessi afsláttur á líka við ef systkini eru í leikskóla.

Yngsta barn –  fullt gjald

annað barn  –  30% afsláttur

þriðja barn –    60% afsláttur

fjórða barn –   100% afsláttur

Þeir sem þurfa breytingu á tímum í Frístund fyrir næstu önn eru beðnir um að hafa samband við Sigrúnu í Frístund sími 4609558 fyrir 14. desember eða með því að senda póst á netfangið sigrungu@akmennt.is

Með bestu kveðjum

og óskum um gleðilega jólahátíð.

Kristín ritari og Sigrún forst. frístundar.

 

 

Desember – skráningar í fæði og frístund

Komið þið sæl.

menuViljum minna á að skráningar í stakar máltíðir  í desember þurfa að berast  fyrir  21. nóvember inn á matartorg.is eða hafa samband við skólann.

Þann 8. desember er pizza í matinn og þann 14. desember er jólamaturinn – reykt svínakjöt, brúnaðar kartöflur og tilheyrandi.

Þessar máltíðir verður hægt að kaupa stakar kr. 600.- pr. máltíð og þarf að skrá í þær fyrir 2. desember og greiða hjá ritara skólans eða matráð.

Einnig minnum við á að ef skrá á nemendur í frístund í jólaleyfinu að skrá fyrir 21. nóvember.

Litlu-jól nemenda eru 20. desember og fara nemendur í jólaleyfi að þeim loknum.  Skólinn hefst aftur 3. janúar á nýju ári.

Hægt er að senda tölvupóst á ritara kh@akmennt.is eða Sigrúnu sigrung@akmennt.is.

Með bestu kveðju

Kristín ritari.

 

Haustfrí og viðtalsdagar

 

      laufViljum minna á starfs- og viðtalsdaga miðvikudaginn 19. og fimmtudaginn 20. október.

                 Haustfrí nemenda verður síðan  föstudaginn 21. og mánudaginn 24.október.

                    Hafið það gott og njótið vel.

Aðalfundur Foreldrafélags Oddeyrarskóla

fundur

Aðalfundur Foreldrafélags Oddeyrarskóla

verður haldinn 11. október kl. 20:00 í matsal skólans

Dagskrá:

  1. Skýrsla formanns um störf félagsins og umræða um hana.
  2. Lagðir fram reikningar fyrir síðasta ár.
  3. Umræða og atkvæðagreiðsla um reikninga.
  4. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  5. Kosning stjórnar.
  6. Lagabreytingar.
  7. Skipun tveggja fulltrúa í skólaráð.
  8. Ákvörðun félagsgjalda og umræða.
  9. Önnur mál.

Staðfesting á skráningu í frístund

Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem skráðu börn sín í vor og ætla að nýta þjónustu frístundar fyrir börn sín næsta skólaár þurfa að staðfesta skráninguna (Dvalarsamningur)  með undirskrift dvalarsamnings mánudaginn 15. ágúst milli kl. 10:00 – 14:00. Þeir sem ekki komast þennan dag hafi samband við skólana til að ákveða tíma.

Forstöðumenn skólavistana eða ritarar verða við 15. ágúst og taka við staðfestingum. Símanúmer  Oddeyrarskóla er 4609550

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2017-18

Innkaupalistar fyrir skólaárið 2017-8 eru komnir á hér á heimasíðu skólans.  Skólinn sér um innkaup á námsgögnum fyrir 1. -4. bekk og þurfa þeir foreldrar/forráðamenn sem nýta sér það ekkert að versla nema skólatösku, pennaveski ef vill og hafa sund- og íþróttaföt tiltæk.