Nemendum boðið í Hlíðarfjall 24.mars

Eftirfarandi upplýsingar hafa farið heim í tölvupósti til foreldra/forráðamanna varðandi ferð nemenda í Hlíðarfjall 24. mars.Image result for clipart skiing

______________________________________

Oddeyrarskóli 20. mars 2015
Ágætu foreldrar/ forráðamenn

Þriðjudaginn 24. mars er nemendum í Oddeyrarskóla boðið í Hlíðarfjall. Einhverjir nemendur gætu komið örlítið fyrr heim úr skólanum þennan dag. Valgreinar á unglingastigi verða kenndar óbreyttar eftir hádegi og þarf að mæta í þær nema nemendur hafi leyfi til að vera lengur í fjallinu, þá fá þeir leyfi í valgreininni. Nemendur sem skráðir eru í mat fá að borða um leið og heim er komið.
Nemendur í 1. – 3. bekk sem eru sjálfbjarga á skíðasvæðinu geta komið með eigin skíðabúnað. Ekki verður hægt að lána þeim búnað, en þeir geta komið með sleða eða þotur. Nemendur í 4. – 10. bekk sem ekki eiga búnað geta fengið hann lánaðan í Hlíðarfjalli sér að kostnaðarlausu. Ekki er hægt að skipta um búnað þegar búið er að velja.
Ef nemendur í 5. – 10. bekk ætla að verða eftir í Hlíðarfjalli verða þeir að koma með samþykki frá foreldrum sínum. Fylla má í neðsta hluta þessa blaðs, skrifa miða eða senda tölvupóst til umsjónarkennara til að staðfesta að barn megi vera lengur í fjallinu.
Að lokinni skipulagðri dagskrá eru nemendur á eigin vegum. Þeir nemendur sem ætla að vera lengur en eiga ekki árskort geta fengið lánað rafrænt kort sem þeir verða að sækja milli kl. 12.00- 12.30. Þeim kortum þarf að skila í lok dags og ef þeim er ekki skilað þarf að greiða fyrir kortin eftir á. Þeir nemendur sem hafa búnað að láni geta haft hann allan daginn.
Þó margt starfsfólk fari með og verði nemendum til halds og trausts í fjallinu er áríðandi að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að þau gæti að sér hvar sem þau eru og reyni ekki að fara í lyftur og skíðabrautir sem þau ráða ekki við. Sérstaklega beinum við þessum tilmælum til þeirra sem eru óvanir að vera á skíðum eða nota lyftur.

Munið eftir góðu nesti (þennan dag má vera með drykki í fernum og frjálslegt brauð s.s. kringlur eða kleinur), hjálmi og góða skapinu. Mikilvægt er að vera klæddur til útivistar, merkja vel föt og allan búnað. Þeir sem ekki eiga hjálm fá hann lánaðan að kostnaðarlausu.
Foreldrum er velkomið að koma með og fylgjast með nemendum þennan dag. Athugið að hjálmurinn skiptir höfuðmáli hvort sem barnið er á bretti, sleða eða skíðum.
Sólin er farin að hækka á lofti og endurkastið frá snjónum er mikið því er gott að bera á sig sólvörn.
Mætingar:
8. – 10. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:00. Rútur í Hlíðarfjall kl. 08.15 og til baka kl.12:45
5. – 7. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:00. Rútur í Hlíðarfjall kl. 08:40 og til baka kl.12:45
1. – 4. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:00. Rútur í Hlíðarfjall kl. 09:00 og til baka kl.12:00
Með von um góða skemmtun í Hlíðarfjalli
Starfsfólk Oddeyrarskóla
—————————————————————————————————————————————-

Ég undirrituð/aður staðfesti að
Nafn nemanda ________________________________________________ bekkur _______
má vera lengur í Hlíðarfjalli. Ég geri mér grein fyrir að barnið er á mína ábyrgð eftir að
skipulagðri dagskrá Oddeyrarskóla lýkur í fjallinu (berist til umsjónarkennara).
Nafn foreldris/forráðamanns: __________________________________________________

Stóra upplestarkeppnin og skólahreysti.

Í gær tóku tóku þær Björg Elva og Lilja Katrín þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Þær stóðu sig báðar með mikilli prýði og lenti Björg Elva í 3. sæti. Innilega til hamingju með það.

Í skólahreystikeppninni varð lið Oddeyrarskóla í 5. sæti , stóðu sig mjög vel.

100 miða leikurinn

100 miða stjarnanÍ þessari viku byrjar 100 miða leikurinn hjá okkur.
Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglum. Nemendur leggja sig fram um að sýna fyrirmyndarhegðuní skólanum og allir nemendur geta verið með í leiknum. Leikurinn gengur út að það að 10 nemendur á dag fá sérmerkta umbunarmiða, brosstjörnur í þá 10 daga sem leikurinn stendur yfir, eða samtals 100 miða. Þegar nemendur fá miða fara þeir með hann til ritara, segja fyrir hvað þeir fengu miðann og draga hjá honum númer frá 1 og upp í 100. Númerið sitt líma þeir á þar til gert spjald. Þegar búið er að fylla spjaldið með 100 miðum þá verður gert ljóst hvaða röð vann. Því standa 10 nemendur uppi sem vinningshafar. Þessir nemendur fá óvænta umbun.

Úrslit verða gerð ljós þriðjudaginn 17. mars og óvænta umbunin verður miðvikudaginn 18. mars.

Bestu kveðjur
SMT stýrihópurinn

 

 

Endurskinsmerki

endurskinsmerkifroskur
Viljum vekja athygli á að nú er brýn þörf á að nota endurskinsmerki. 
Höfum fengið ábendingar frá vegfarendum um að börn á leið í skólann á morgnanna séu vart sjáanleg í myrkrinu og snjóleysinu. 
Verum dugleg að nota endurskinsmerkin í skammdeginu.

                              

Jólamatur 16. desember

slaufa Þriðjudaginn 16. desember verður jólamatur hér í Oddeyrarskóla. Þann dag stendur öllum til boða að kaupa jólamáltíðina, hvort sem þeir eru skráðir í mataráskrift eða ekki. Þeir sem eru ekki skráðir í mat þurfa að láta vita hvort þeir þiggi þetta boð og greiða fyrir 1. desember kr. 500.-  og má greiða hjá ritara eða stjórnendum.

Boðið verður upp á reykt svínakjöt, brúnaðar kartöflur og annað gott meðlæti.

Um morguninn sama dag munu nemendur skera út og steikja laufabrauð sem þeir geta borðað með matnum.

 

Skipulagsdagur og haustfrí nemenda.

Minnum á að 23. okt. er skipulagsdagur og þá er frí hjá nemendum.  Föstudaginn 24. okt. og mánudaginn 27. okt. er haustfrí hjá nemendum og því enginn skóli þessa daga.

Vonum að allir hafi það gott í haustfríinu og komi endurnærðir til baka þriðjudaginn 28. okt.

 

Böll fyrir yngsta og miðstig í Oddeyrarskóla.

Kæru foreldrar/forráðamennhjólabretti

Í dag mánud. 20. okt. verða haldin böll fyrir yngsta og miðstigið.
Ballið fyrir 1.-4. bekk verður kl. 17:00-18:30 og fyrir 5.-7. b. kl.18:30-20:00.
Búningaþema verður og veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn.  Sjoppan opin.
Aðgangseyrir er kr. 500.- og fer ágóðinn í söfnun fyrir kaup á íþróttatreyjum fyrir skólann.

Með bestu kveðju og von um að sjá sem flesta
Nemendaráð Oddeyrarskóla