Rúmenskir listamenn heimsækja nemendur Oddeyrarskóla

thumb_16_default_big FullSizeRenderRúmenska menningarmiðstöðin Bratianu í Arges í Rúmeníu stendur í samstarfi við skóla á Akureyri fyrir verkefni sem kallast „Kynning á rúmenskri menningu með listasmiðjum og frásögnum fyrir samfélagið á Akureyri“.

Samstarfið er fjármagnað af stærra verefni sem kallast “Stuðlað að fjölbreytni í menningu og listum innan evrópsks menningararfs”. Verkefninu er stýrt af ráðuneyti menningarmála í Rúmeníu.

Tilgangurinn er að auka skilning á ólíkum menningarheimum og styrkja samskipti ólíkra þjóða. Markmiðið er að ná til stofnana sveitarfélagsins í gegnum vinnu með nemendum Oddeyrarskóla. Boðið verður upp á smiðjur í skólanum þar sem nemendur og starfsfólk kynnast ýmsu handverki frá Rúmeníu. Smiðjurnar verða dagana 1.-4. desember.

 

Fullveldisdagurinn 1. desember, mætum í sparifötum

crop_500xÁ þriðjudaginn, 1. desember ætlum við að halda upp á fullveldisdaginn hér í Oddeyrarskóla. Af því tilefni ætlum við að hafa sparifatadag, því eru allir beðnir um að koma í betri fötunum  þennan dag. Við förum inn á sal og fræðumst um fullveldið og íslenska fánann, syngjum nokkur lög og fáum að smakka á góðgæti.

Í framhaldinu verður spilastund. Nemendur mið- og unglingastigs munu spila félagsvist á sal skólans og nemendur 1. bekkjar æfa sig að spila „félags-Ólsen, Ólsen“. Krakkarnir í 2. – 4. bekk fara í Samkomuhúsið og fá að sjá leiksýninguna um Grýlu.

Heimsókn til organista Akureyrarkirkju

Þann 3. nóvember síðastliðinn fóru krakkarnir í tónsmiðju í heimsókn til Eyþórs Inga Jónssonar organista Akureyrarkirkju. Eyþór fræddi nemendur um orgelið og gaf öllum tækifæri til að leika á þetta frábæra hljóðfæri. Nemendur fengu að kíkja inn í orgelið til að sjá hvernig það er uppbyggt. Við þökkum Eyþóri fyrir frábæra stund í kirkjunni og áhugaverða kennslu. Fleiri myndir frá heimsókninni má sjá á myndasíðu skólans.IMG_8872 IMG_8899

Nemenda- og foreldraviðtöl á morgun og starfsdagar á fimmtudag og föstudag

logo -stafalaustMiðvikudaginn 17. nóvember eru nemenda- og foreldraviðtöl í Oddeyrarskóla. Foreldrar hafa skráð sig í viðtöl hjá umsjónarkennara. Á fimmtudag og föstudag leggja starfsmenn skólans í langferð, þar sem til stendur að heimsækja skóla á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Nemendur eru í fríi þessa daga og lokað verður í Frístund.

Nemendur mæti því næst í skólann mánudaginn 23. nóvember.

Skólinn faðmaður á síðastliðinn föstudag – tileinkað baráttunni gegn einelti

Kristín - myndir 047Föstudaginn s.l. fóru allir nemendur og starfsfólk skólans inn á sal þar sem Kristín skólastjóri ræddi við nemendur um baráttuna gegn einelti  og hvað við gætum öll gert til að sporna við því. Sunginn var skólasöngurinn og að því loknu fengu nemendur og starfsfólk gefins blá armbönd til eignar með áletruninni „Ég legg ekki í einelti“  ásamt einkunnarorðum skólans:  Ábyrgð, virðing, vinátta. Eftir þessa stund á salnum fóru allir út á skólalóðina, tóku höndum saman kringum skólann og mynduðu faðmlag utan um hann.

Baráttudagur gegn einelti var 8.nóv. s.l. og var þessi uppákoma í tilefni hans. Skemmtileg stund sem tókst vel.

Kristín - myndir 049

Hattaböll f. yngsta og miðstig

hattarÁ fimmtudaginn 5. nóvember verða haldin Hattaböll fyrir yngsta- og miðstig á vegum nemendaráðs skólans.
Ballið fyrir 1.- 4. bekk verður haldið kl. 17:00 -18:30 en fyrir 5 .- 7. bekk kl. 18:30 – 20:00.
Miðaverð er kr. 500.- og rennur ágóðinn til kaupa á fleiri íþróttabolum og leiktækjum.
Sjoppa verður opin og verða veitt verðlaun fyrir flottasta hattinn.
Heimilt er að bjóða vinum utan skólans með sér.

Með bestu kveðju
Nemendaráð Oddeyrarskóla.
Kv. Nemendaráð

Saumavélakennsla

20151020_090433   20151015_125238

Nemendur í 3.og 4.bekk hafa verið að læra á saumavélar undanfarna daga. Þau eru afar áhugasöm um vélarnar og einbeiting skín úr hverju andliti þegar þau æfa sig. Þau hafa líka verið að læra að lita efni með fatalit en efnið nota þau síðan til að nýta saumavélakunnáttuna og sauma sér púða. Eins og sjá má á myndunum eru þetta einbeittir og vandvirkir nemendur :). Fleiri myndir má finna á myndasíðu skólans.

Bleiki dagurinn er á morgun, föstudaginn 16. október – allir í bleikt!

bleikidagurinn2015-2 _edited-1Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. 

Af því tilefni eru allir landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 16. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni.

Við í Oddeyrarskóla gefum ekkert eftir í þessu og hvetjum alla til að mæta í einhverju bleiku á morgun!

Góður fjölgreindardagur

fjölgreindÞað er árviss viðburður að halda fjölgreindardag í Oddeyrarskóla, en þeir voru haldnir í síðustu viku, þann 6. október.

Starfsmenn skólans eru alltaf sammála um að þessir dagar séu góðir, við upplifum alltaf mikla samkennd og gleði meðal nemenda og starfsmanna skólans.

Á fjölgreindardegi eru settar upp 18 stöðvar þar sem nemendur staldra aðeins sjö mínútur á hverri stöð og vinna ólíkar þrautir. Leitast er eftir því að nemendur þjálfi ólíkar greindir skv. fjölgreindakenningu Gardners. Í hverjum hópi eru nemendur úr 1.- 10. bekk og gegnir nemandinn út 10. bekk því hlutverki að vera hópstjóri og halda utan um hópinn. Gætt er að því að nemendur í 1. bekk séu með vini sínum í 8. bekk, en alltaf eru búin til vinapör milli nemenda í 1. og 8. bekk.

Hér er að finna fleiri myndir frá fjölgreindardeginum.