7. bekkur á Iðavelli í morgun

Í morgun fór 7. bekkur í árlega jólaheimsókn á Leikskólann Iðavöll til að lesa fyrir börnin. Í þetta sinn voru lesnar jólasögur en þetta er liður í undirbúningi nemenda fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Heimsóknin vakti mikla kátínu og nutu sín allir, stórir sem smáir. Eftir lesturinn var boðið í djús og piparkökur og fóru 7. bekkingar svo út að leika með þeim yngri. Frábær ferð í yndislegri vetrarblíðu.

 

 

+×+¦rarinn, +ìsak og Benni+×+¦rarinn  Björg og Sylvía Dísa Fín mynd +×+¦rarinnKrakkar í djús Krakkar í snjó Snjómynd Unnar og fl.

Skólahald í dag

Nú þegar klukkan er að nálgast hálfníu er búið að hreinsa helstu götur bæjarins. Kennarar eru því flestir komnir eða væntanlegir til vinnu og þeir nemendur sem eru komnir geta verið hér áfram. Velkomið er að senda börnin í skólann – þið metið stöðuna sjálf.
Kær kveðja, stjórnendur.

Um víða veröld

IMG_6054 IMG_6036 IMG_6033Frá því í byrjun nóvember hafa nemendur í 9. bekk unnið að stóru hópverkefni um heimsálfurnar. Verkefnið byggir á umfjöllum tengda námsefninu Um víða veröld. Nemendur fengu frjálsar hendur um það hvernig þeir skiluðu vinnu sinni af sér og mátti sjá fjölbreyttan afrakstur. Nemendur tóku ýmist fyrir eitt land og kynntu sér það á dýptina, eða eina heimsálfu eða hluta úr heimsálfu. Vinna við verkefni reyndi á samþættingu ýmissa námsgreina, s.s. stærðfræði, sögu, íslensku, listsköpun og upplýsinga- og tæknimennt. Sumir hópar úrbjuggu líkan af landinu/álfunni og margir komu með hluti sem tengdust viðfangsefninu. Þá mátti smakka matvæli frá sumum löndum. Foreldrum og starfsfólki skólans var boðið að koma kynna sér afraksturinn og voru nemendur mjög fúsir að segja frá nýrri þekkingu sinni og sýna vinnuna. Fleiri myndir eru komnar á myndasíðu skólans.

Rithöfundur í heimsókn

Nála-riddarasaga1

Í dag heimsótti Eva Þengilsdóttir rithöfundur nemendur í 1. – 4. bekk og sagði þeim frá nýrri bók sinni, Nála – riddarasaga. Hún sagði þeim frá aðdraganda þess að hún skrifaði bókina, en hann er sá að móður Evu saumaði út stórt veggteppi með riddaramyndum.

Eva varpaði upp myndum úr bókinni og las fyrir krakkana sem sýndu bókinni mikinn áhuga. Skemmtilegar spurningar og vangaveltur komu frá nemendum í kjölfar lestursins.

Við fögnum því hér í Oddeyrarskóla þegar við fáum rithöfunda í heimsókn því við vitum að það glæðir áhuga barnanna á lestri og býður upp á ýmsar vangaveltur um það hvernig sögur verða til.

Fyrir þá sem vilja kynna sér þessa sögu þá verður Eva að lesa upp í Eymundsson í kvöld.

Þrumugleði í frístund

IMG_2622 IMG_2620Í gær var haldin þrumugleði í frístund. Krakkarnir máttu taka með sér leikföng að heiman og léku sér saman í íþróttasalnum. Allir voru glaðir og skemmtu sér konunglega! Fleiri myndir eru á myndasíðu skólans.

Óveður

veðurÞegar veður eru válynd er reglan sú að  foreldrar meta hvort þeir treysta börnunum til að fara í eða úr skóla. Starfsfólk er til taks í skólanum en skóla er ekki aflýst nema í allra verstu veðrum, og er það þá gert með auglýsingu í útvarpi fyrir alla grunnskóla Akureyrarbæjar.
Ef foreldrar meta það svo að þeir treysti sér ekki til að senda barnið i skólann vegna veðurs eru þeir beðnir um að tilkynna það í síma 460-9550 eða með tölvupósti á netfangið oddeyrarskoli@akureyri.is og barnið verður þá skráð í leyfi.

Tengja nóvembermánaðar

connectingNú er Tengjan okkar, fréttabréf nóvembermánaðar, komin á heimasíðuna. Tengjunni er fyrst og fremst ætlað að miðla upplýsingum úr skólastarfinu til foreldra og annarra aðila skólasamfélagsins, en hún gegnir einnig því hlutverki að varðveita sögu skólans. Við hvetjum alla foreldra/forráðamenn að kynna sér efni hennar. Eldri Tengjur má finna undir flipanum Tengja hér fyrir ofan.

Ýmis góð ráð varðandi heimalestur

lesturMjög mikilvægt er að gefa lestrarnámi barna athygli og tíma heima fyrir. Það hvetur barnið til dáða og stuðlar að auknum framförum. Hér eru ýmis góð ráð varðandi heimalestur:

  • Ávallt að gefa sér góðan tíma
  • Mikilvægt er að skapa jákvætt og gott andrúmsloft
  • Lestrarstund er gæðastund með barninu þínu
  • Byrja á að leyfa barninu að skoða bókina, jafnvel alla bókina í rólegheitum
  • Gott er að byrja með 10-15 mínútum en lengja það svo smám saman
  • Gott er að barnið lesi fyrst í hljóði og lesi síðan upphátt fyrir foreldri eða eldri systkini
    • Sumum börnum finnst gott að fá að æfa sig fyrst að lesa upphátt í einrúmi og lesa síðan fyrir aðra
  • Barnið velur sér eina blaðsíðu til þess að lesa aftur þannig að það „heyri“ árangurinn, þá er jafnvel hægt að taka tímann með skeiðklukku til að árangur/framfarir verði sýnilegri. Lesturinn verður hraðari og áreynsluminni þegar lesið er í annað sinn
    • Oft koma þó sömu orð fyrir aftur og aftur í textanum og því óþarfi að lesa sömu blaðsíðu mörgum sinnum, það getur valdið leiða og dregið úr spenningi við að halda áfram
  • Barnið les aftur erfið eða löng orð
  • Barn og fullorðinn lesa til skiptis, til dæmis frá punkti til punktar (punktalestur)
  • Barn og fullorðinn lesa saman (fara hægt yfir orð og texta, fingur undir því sem lesið er)
  • Mikilvægt er að útskýra erfið orð (þá eykst skilningur og áhugi á að lesa áfram)
  • Fullorðinn les hægt fyrir barnið og það fylgist með textanum

Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur í 8. – 10. bekk

Hjálp_Þorgrímur ÞráinssonÍ dag, mánudaginn 24. nóvember kom Þorgrímur Þráinsson í heimsókn í Oddeyrarskóla. Hann las fyrir nemendur í 8. – 10. bekk úr nýju bókinni sinni, Hjálp. Bókin virðist virkilega spennandi og vakti hún áhuga nemenda sem spurðu Þorgrím spjörunum úr að loknum lestri. Þorgrímur sagði þeim meðal annars frá því hvernig hann undirbjó bókarskrifin, t.d. með því að kynna sér vel sögusviðið og skapa persónurnar.