Göngum í skólann

Þann 4. september hófst átakið göngum í skólann. Við hvetjum alla til að koma gangandi eða á hjólum. Einnig má nota almenningssamgöngur en reynum að forðast að nota einkabíl. Átakið stendur yfir í fjórar vikur eða til 2. október. Í skólanum hafa kennarar gert ýmislegt til að minna á átakið og skrá niður fararmáta.

Skólasetning

Oddeyrarskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst. Allir nemendur í 2. – 10. bekk mæta á sal skólans kl. 9:00. Nemendur í 1. bekk eru einnig velkomnir. Þar verður stutt ávarp skólastjóra en nemendur fara síðan með sínum umsjónarkennara í heimastofur. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.